föstudagur, ágúst 12

Sjónvarp, útvarp og tölva

Nú ætla ég aðeisn að ræða um hlut sem að kemur mér meira við en ykkur... í fyrstu sín. Þannig er nefnilega mál með vexti að DR, Danmarks Radio, er hugsa um að fara rukka afnotagjöld fyrir þau heimili er eiga tölvu með internet sambandi. Þið hugsið eflaust og hvað með það? Málið er nefnilega að við, Íslendingar, öpum flest eftir hinum Norðurlandaþjóðunum og þetta mun ábyggilega verða staðreynd hér, á Íslandi, fljótlega.
Sumum ykkar finnst þetta væntanlega ágætishlutur og ekkert sjálfsagðar. Málið er bara að fjöldi internet tengdra tölva, á Ísland sérstaklega, er stærri en fjöldi sjónvarpa. Með þessu gæti RUV rukkað öll fyrirtæki og all þá nema er telja sig ekki hafa hag af sjóvarpi. Því ættu afnotagjöldin að vaxa mjög. Þá geta sumir sagt auðvitað, það eiga allir útvarp og það eru nánast engin heimili án sjónvarps. Þetta er alveg rétt en hvers eiga þau heimili er hafa ekki sjónvarp og útvarp að gjalda. Hvernig ætla menn að rukka fyrir tölvu? Hún nemur jú einhverjar sjónvarpsútsendingar og allar útvarpsútsendingar. Eru menn því rukkaðir meira fyrir tölvu en útvarp, aftur á moti myndi afnotagjald af tölvu vera minna en af sjónvarpi?
Internetið er talsvert stór miðill og þegar að ríkisreknar stofnanir ákveða að dreifa efni á netið er það gert ókeypis. Þegar að ég sem Íslendingur horfi á danskt sjónvarpsefni á Íslandi gengum netið þyrfti ég ekki að greiða afnotagjöld til DR? Á bara að mismuna fólki eftir búsetu? Ég tel að ef menn ætla að taka upp þessa stefnu hér á Íslandi eða út í DK þá sé það mjög óréttlátt gangvart neytendum. Frekar ættu ríkisreknar stofnarnir að taka allt efni af netinu þar sem um frjálsan miðil er að ræða. Kannski væri mögulegt að selja áskrift og allir er greiddu afnotagjöld fengju aðgang. Það er nefnlega óréttlátt að heimta að menn greið afnot af ríkisstofnun á netinu en banna fólki að gerast áskrifendur af SKY bara því umólíkan miðil er að ræða. Hvað finnst þér?

Engin ummæli: