mánudagur, október 31

Loksins er múrinn rofinn....

.... feiti bauninn hefur ákveðið að rita nokkur vel valinn orð. Það er orðið langt síðan að bjórþambarinn mikli hefur kveðið sér til hljóðs og margur e.t.v. haldið ég væri týndur í Carlsberg verksmiðjunni. Nei, það er ekki málið. Alls ekki. Það hefur nefnilega verið helvíti mikið að gera í skólanum og því allt of lítill bjór drukkinn (ekki hafa neinar áhyggjur, bumban stækkar enn).

Ég hef kynnst sjálfum mér eillítið betur þennan veturinn. Mér finnst til að mynda ofboðslega gaman að sita í alskonar stjórnum þar sem ég er orðinn formaður í íslendinga félaginu í DTU (nb þetta er 4 stjórnin á 5 árum). Hitt sem ég lært er að tribute-tónleikar eru uppfinning djöfulsins og alveg hræðilega leiðinlegt peningaplokk.

Annars er gerðist maður svo frægur að fara til Prag og má nálgast myndir hér. Hvað var gert í Prag? Nú það var drukkinn bjór svo var skoðað. Næst drukkum við aðeins meiri bjór og síðan skoðuðum við aðeins meira. Ótrúlegt nokk þá var þetta hund erfitt og ég var í raun þreyttari en þegar ég lagði af stað. Það var nokkuð góð stemming að komast í partý hjá íslenskum kvikmyndnemum í Prag. Það gaf góða innsýn inn í hvernig Prag er í alvöru ekki túrista sjittið sem var annars mikið til staðar. Sem sagt stemmon.
Eins og allir sem fara til Prag þá testaði maður absinth og ég hef aðeins eitt að um það segja: DJÖFULSINS VIÐBJÓÐUR. Brennivín er fínasta koníak í samaburði. Að vísu þá kynntist maður öðrum innlendum drykk, Becherohka, kanil snafs. Það reyndist aftur á móti ágætis áfengi.
Annars er lítið frá ferðinni að segja.

Svo kemur maður heim 12.des og vonast til að einhver hjálpi manni með tollinn, bara svona í tilefni af jólunum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki segja þetta um grænu gyðjuna... Absinth er alveg stórmagnaður og seiðandi drykkur sem maður verður alveg ruglaður af... það er skammarlegt að jafna þessu við helvítis íslenska hvannarótarbrennivínið og hana nú..

p.s ég er geym í tollinn 12. des... klára prófin 12 ;)

katur bjorn sagði...

ef einhver nennir að drekka bjór eftir próflok mín kl 19:00 þann 21. des má sá hinn sami gefa sig fram! djöfull er þetta að vera búin 12. búll!

Nafnlaus sagði...

21 segiru tja ætlimaður geti ekki pínt sig í bjór.... reyndar er ég búinn í 3 af 4 prófum 30 nóv svo er einn bastarður þarna 12... annars væri þetta virkilega svít.

Orri sagði...

Það er langt síðan ég tók síðast próf og ég er alltaf til í bjór! Bæði 12. og 21. og 3. etc. etc. etc.