föstudagur, október 28

Was ist los??

Það er óþarfi að fjölyrði um þá sálarangist sem ég upplifði þegar ég opnaði útidyrahurðin heima í morgun og saup hveljur af jökulköldu sjáfarloftinu. SNJÓR! GODAMNITT Þetta er nú meira hellhólið sem við búum á hérna. Klakinn er sem sagt farinn að segja til sín og óvenju snemma í ár... ég verð að aktiveita plan B um nagladekkjakaup og vonars eftir jákvæðri niðustöðu. Þar fór helgar setmmingin út í veður og vind... í orðsins fyllstu.

Gautur

2 ummæli:

Halldor sagði...

nagladekk eru bara sölutrikk, ekki láta plata þig í það helvíti. Hér í sveitinni keyra menn bara varlega ef það er hálka og ekki eru keypt ný dekk fyrr en þau gömlu eru ónýt. Já það er nýtnin í sveitinni og karlmennskan maður!

Gautur sagði...

Point taken... ég verð þá bara eins og karlmannleg belja á svelli í vetur.... kærar þakkir fyrir þessa gagnlegu ráðleggingu Hr. Drullusokkur