mánudagur, janúar 23

Crap!!!

Ég er maður búinn mörgum göllum, ég skal vera manna fyrstur að viðurkenna það. Það er þó í einu sporti sem ég virðist gjörsamlega gerilsneyddur einhverjum hæfileikum og kunnáttu öðru fremur, og það er að rata um. Ég meina fjandinn, ég hef aldrei skilið hægri/vinstri dæmið alminnilega hvað þá að rata um götur bæjarins.
Ok, frábært. Núna voru að koma til landsins einhverjir merkismenn frá BNA sem eiga að skoða einhver fyrirtæki og fara á fundi um allan bæ. Í ljósi þess að ég er viðskiptagúrúinn í sendiráðinu fara ég og minn ameríski yfirmaður með á þessa fundi. Menn eru mjög stressaðir hér á bæ að allt gangi vel til að sýna þessum merkilegu plebbum að við séum nú flottir hérna líka. Þess vegna á ég að vera dræverinn, jú, þar sem ég er nú Íslendingur og búið alla tíð í Reykjavík þá hlýt ég að rata útum allt og geta komið þeim á rétta staði hratt og hnökralaust. Crap!!!
Ég meina kommon, þeir hefðu getað beðið mig að mála tindáta eða hnýta flugu, ég er góður í svoleiðis sjitti, but nooo ég þarf að vera ratarinn og koma upp um mig sem algjört fífl. Æðislegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spurning um að stútera kort af bænum heheh, í versta falli þá geturu alltaf farið með þá heim til þín.. geri ráð fyrir að þú ratir þangað, alla vega í dagsbirtu HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH