föstudagur, janúar 13

Martin Luther King

Ég hef öðlast nýja sýn og virðingu á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King eftir að ég fór að vinna hérna í sendiráðinu. Ég vissi svo sum að hann hefði verið nokkuð merkilegur og gert einhverjar gloríur í réttindamálum fyrir þeldökka í BNA en mig grunaði ekki hve mikil góðvild og göfugmennska einkenndi þessa hetju. Það góðverk hans sem að sannfærði mig um mikilfengleika mannsins sýnir í raun hversu mikill baráttumaður hann var. Hann fékk nebbla BNA menn til að gefa öllum frí þann 16. janúar(ku heita Martin Luther King Day) sem gefur mér þriggja daga helgi. All praise Martin Luther King. Fleiri svona duglega baráttumenn takk!

1 ummæli:

Orri sagði...

Þetta var fallegt og einlægt og raunar hélt ég í smá stund að þú værir hreinlega orðinn svartur og farinn að syngja gospel, en það er gott að vita til þess að sumir hlutir breytast aldrei!