sunnudagur, janúar 29

RISAsmá íbúð í hlíðunum!

Sit hér á og er að telja flísarnar á gólfinu heima hjá mér. Jamms rétt til getið mér leiðist. Ótrúlega skrítin tilfinning að láta sér leiðast. Eitthvað sem ég er ekkert sérstaklega mikill fræðingur í. Hef aldrei átt í neinum sérstökum vandræðum með að eyða tíma í the exclisive company of my self. Er MJÖG iðinn að eðlisfari og hef því ALLTAF fundið mér eitthvað að gera. Var eiginlega búinn að gleyma þessari tilfinningu. En það rifjast upp fyrir mér núna afhverjuég gerðist svona lúsiðinn. Þetta er nátturulega alveg mannskemmandi helvíti þessi leiði. Einhvern veginn ekkert sem maður getur fest sig við það er eins og hugurinn sé einbeittur í að láta tímann vera lengi að líða. Ég er búinn að reyna allt. ekkert virðist virka. Get ekki einu sinni lesið (þá er ég ekki að tala um námsbækur) og þá er nú fokið í flest skjól. MENTAL NOTE gera eitthvað skemmtilegt!!!! áður en ég dey.

Að öðru Pattinn er kominn á spennann, var að fá inni á´stúdentagörðum í dvergíbúð sem ku vera RISAsmá(sem að mér finnst nú vera orðskrípi sem hefur orðið til á breinstorm fundi hjá Hvíta húsinu( en á vissulega vel við í þessu samhengi))! Téð íbúð er í Bólstaðahlíðinni sunnan Fréttablaðs. Á reyndar eftir að tjekka frekar á þessu en get ekki betur sé en að ég fái hana á fimmtudaginn. Þannig að ætli maður neyðist ekki tilað fara að vinna eða eitthvað til að maður þurfi nú ekki að lifa á núðlum í Hlíðunum. Forláta bjórkælir fylgir íbúðinni og eru´FUGO menn hvattir til að láta sjá sig prófa gripinn.

Pattinn ætlar að skipta um bíl. mér finnst yarisinn óþarflega stór og eyðslufrekur þannig að ég ætla að smella mér á svo sem einn AYGO ( sem er einmitt líka RISAsmár....það er frábært) einn galli er að ég á eftir að athuga hvort að ég kemst inni í gripinn, ekki víst að við séum að dansa þar sem ég er nú óþarflega langur í annan endann.

Hvernig er það Teitur á ekkert að fara að standa við stóru orðin og bjóða manni í FONDÚ???? ég bara spyr?

Ykkar einlægur

Gautur

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jemundur, Pétur og Páll.. líf þitt er greinilega bara hreinasta skelfing.. ekkert eftir nema snaran sýnist manni á öllu!
Þú gleymdir samt að taka það fram í þessari hrygðarmynd af lífi þínu að þú tapaðir í gáfnakeppni um daginn.. og það á móti stelpu!! ;)

Bið til Guðs almáttugs, Jesú á himnum og allra þeirra vina að hjálpa þér að ná að gera eitthvað skemmtilegt áður en þú deyrð..

katur bjorn sagði...

já það verður blásið til ostasvallveislu áður en árið er úti. við þau stóru orð get ég staðið...held ég.

Nafnlaus sagði...

Hei, hvenær og hvernig tapaði gautur í gáfnakeppni á móti stelpu?

Nafnlaus sagði...

þetta eru nátturulega bara aðdráttanir og vitleysa, hverjum dettur í hug að ég fari að tapa í gáfnakeppni!!!

Nafnlaus sagði...

Kolli tapaði í gáfnakeppni við sæbjúga