fimmtudagur, janúar 12

Réttlæti

Alveg eruð þið fyrirsjáanlegir og þröngsýnir. Ég er ekki að segja að múgurinn eigi að ráða og hengja menn fyrir hitt og þetta(þó að það mætti nú rassskella ykkur fyrir stafsetningu), ég er einfaldlega að benda á að það hefur sýnt sig og sannað að réttarkerfið er að mörgu leyti vanvirkt þegar kemur að þessari tegund glæpa og mér líður satt að segja ögn betur að vita til þess að menn komist ekki upp með svona lagað.
Eins og ég sagði fyrr, sem að litli stuttbuxnadrengurinn virðist ekki hafa skilið, er að svona lagað má einungis viðgangast ef að viðkomandi aðilar eru vissir umfram allan vafa. Þetta er vissulega mannorðsmorð, en það má alveg myrða mannorð manna sem eiga það skilið í ljósi þess að það yfirvald sem á að vernda okkur og gæta okkar hagsmuna er ófært um það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei, BNA menn voru bara að vonast til að Saddam ætti gereyðingarvopn svo þeir hefðu afsökun til að stela olíunni. Ég er alveg sammála því að ég treysti því tæplega að DV hafi verið vissir umfram allan vafa, enda eru þeir skítseyði, enda voru þetta pælingar af minni hálfu. Punkturinn er sá að svona fréttaflutningur getur átt rétt á sér í vissum tilfellum.

katur bjorn sagði...

ég skil hvað þú ert að segja, ég er bara á móti því. hins vegar er ekkert að mannorðsmeiðingum þar sem gerendur svívirðilegra glæpa að almenningsáliti sjá um það sjálfir að eyðileggja sitt eigið mannorð. enginn að deila um það. ég mun ekki segja það nógu oft að það eina tæka er að dómstólar skeri úr um sekt eða sakleysi. það að einhverjum finnst eitthvað vera að og hefur eitthvað á tilfinningunni sem kemur við réttlætiskenndina, verður sá aðili að eiga við sjálfan sig en ekki fara um bæi og ákæra hægri vinstri. en það þýðir víst lítið að ræða við mósan um þetta þar sem hann telur sig vera handahafa sannleikans og réttlætisins :)

Mósagrís sagði...

Kátur enn og aftur herra málefnalegur. Ég er ekki að halda því fram að ég sé sjálfskipaður riddari réttlætis og viti betur en dómstólar. Hins vegar er það svo að kerfið gerir illmennum stundum kleift að sleppa á formsatriðum, þ.e.a.s. eru sýknaðir óháð raunverulegri sekt. Ef að brotið væri á mér eða mínum og viðkomandi slyppi sökum einhverra kerfislykkja þá gæti ég alveg hugsað mér að útdeila smá persónulegu réttlæti, en það verður alltaf að vera svo að þú sért viss umfram allan vafa að viðkomandi sé sekur. Kerfið er nefnilega ekki vammlaust heldur.

Mósagrís sagði...

Kátur enn og aftur herra málefnalegur. Ég er ekki að halda því fram að ég sé sjálfskipaður riddari réttlætis og viti betur en dómstólar. Hins vegar er það svo að kerfið gerir illmennum stundum kleift að sleppa á formsatriðum, þ.e.a.s. eru sýknaðir óháð raunverulegri sekt. Ef að brotið væri á mér eða mínum og viðkomandi slyppi sökum einhverra kerfislykkja þá gæti ég alveg hugsað mér að útdeila smá persónulegu réttlæti, en það verður alltaf að vera svo að þú sért viss umfram allan vafa að viðkomandi sé sekur. Kerfið er nefnilega ekki vammlaust heldur.