fimmtudagur, janúar 12

Skálaferð ofl. félagstengt

Skemmtinefnd hefur ákveðið að blása lífi í annars frekar fábreyttar uppákomur FUGO.

hugmyndir hafa verið uppi um að endurvekja þá hefð að fara í hinar árlegu skálaferðir sem hér í einatíð einkenndust af mikilli drykkju og gleði. Líklegra er að nú fari tími meira í að skoða barnamyndir og fasteignablaðið en gaman væri að fara í skála. Nefndin fer þess áleit við áhugasama að þeir skrái nafnsitt og mögulega helgi til að fara hér að neðan!

Einnig minnir skemmtinefnd á að kominn er tími á gott matarboð og ef áhugi er fyrir slíku er um að gera að ganga í málið.

mánaðarlegt bjórkvöld hefur einnig ekki sést lengi og mælist nefndin til þess að því verði kippt í liðin sem fyrst.

nauðsynlegt er að fara að skipuleggja veiði sumarsins ... panta og svona þannig að við getum tekið eina veiðiferð.. getum verið tveir á stön eða eitthvað .. enhver sem hefur vit á því kannski tékkar á þessu

Vonumst eftir góðum viðbrögðum og að sjálfsögðu eru allar hugmyndir vel þegnar. Sé áhugi fyrir hittingi ekki til staðar mun skemmtinefnd þegar segja af sér og láta kyrrt liggja. hins vegar er nauðsynleg tað menn fari að borga sín félagsgjöld til að auðvelda skemmtinefnd starfa sinn!

Bkv.
Nefndin

p.s mig vantar partner í ræktina til þess að ég drullist nú til að mæta...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veisla hjá mér 11. febrúar, gamangaman. Ég er búinn að finna flotta veiðiá handa okkur, nú þurfum við bara að sammælast um hvenær skal fara og hverjir eru með, verður ca. 10 þús kall á kjaft(fín laxá, veiðikofi og heitur pottur). Ég er feitt geim í ræktina með gamla kallinum.
Næsti!

Orri sagði...

Hlakka til að mæta í veislu 11! Og ég er hrikalega til í veiði...
Mig hefur sjálfan vantað hvatningu til að mæta í ræktina og er meira en til í að draga ykkur þangað! Hvenær eigum við að fara???

katur bjorn sagði...

skál fyrir 11 feb. held að það sé betra að panta einhverja daga núna strax í veiði. það er janúar, ég trúi því ekki að menn séu búnir að gera fleiri plön yfir sumarið en orðið er, fyrr má nú aldeilis vera!!! komst bara þeir sem komast. Sting upp á skálaferð mánaðarmót feb/mars.