laugardagur, febrúar 4

ég vil byrja á því að þakka mönnum fyrir drengilega drykkju í gærkvöldi. vel að verki staðið og ljóst að mikill metnaður var í þessu hjá flestum. úthverfadvergurinn þurfti reyndar að fara heim snemma þar sem aksturstíminn upp eftir er 3 tímar. honum er vorkunn. hann er líka svo í erfiðri og leiðinlegri vinnu. annað en staðan á sæbjúgunni sem er í góðum málum þessa daganna.

mósi sagði mér svo í gær að honum hefði ekki alveg tekist að klára verkefnið og skýrsluna sem hann var látinn gera þar sem of margar eyður eru í þessari rannsókn. fylla þarf í eyðurnar og fara í aðra vettvangsferð (e. field trip eins og það er kallað í miðstöð BNA á íslandi) sem er hrikalegt vesen fyrir agent mósa. en til þess að mósi njóti nú sannmælis í þessari umfjöllun þá má hann eiga það að hafa liðkað mikið fyrir varnarliðsumræðunum milli landanna sem nú standa yfir. Geir H H sagði í fréttum að ljóst væri að mikil hugafarsbreyting hefði átt sér stað innan utanríkisþjónustu BNA sem rekja mætti til starfa mósa fyrir sáma frænda. nú væri stemmning fyrir meiri her, fleiri stríð, geislasverðum, stjörnustríði og sprengja múslima. smart.

mig vantar meira kampavín

Engin ummæli: