Jæja drengir, nú er komið að því! Veiðideild FUGO hefur tekið til sinna ráða og fundið laxveiði handa okkur í sumar. Áin er Þverá í Fljótshlíð, dagarnir eru 25.-27. ágúst(fös. - sun.), 4 stangir(8 veiðimenn) og verðið er 13.700 á mann fyrir tvo daga. Það er fínn veiðikofi og gott aðgengi og góðir vegir þannig að við erum ekki háðir jeppum, þ.e.a.s. Gautur getur komið á karlmannlegu Yaris títlunni sinni. Konur eru ekki leyfðar í veiðikofanum, en þær mega koma með nesti og bjór útí á.
Nú er bara spurningin hverjir eru með. Ég þarf að borga leyfin þegar ég panta, og ég vil gera það sem fyrst til að við fáum þessa daga. Helst vil ég panta þetta fyrir helgi þannig að menn eiga að melda sig strax ef þeir ætla að vera með. Melding er on, þegar 8 eru búnir að melda sig sendi ég upplýsingar um hvernig á að leggja inná mig og þá get ég flúið til Kúbu. Þið eruð Meldir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
ég er meldur og búinn að segja þér það hundraðsinnum...hvar og hvenær skal færsla fjármagns eiga sér stað?
þetta er vafasöm glufa sem þú hefur opna fyrir að konur séu ekki leyfðar í veiðikofann en mega vera við ána! ha! arfavitlaust og ef veita á einhverja undanþágu frá því að konur mega ekki koma með (sem ætti ekki að gera)...þá ættu þær bara að vera í veiðikofanum...naktar :)
ég ætla að fara að lesa bók og skammast mín.
Hvaða antíkvennastefna er þetta í hópnum?
Ekki skrítið að þið séuð nokkrir einhleypir!
Og svo kemur "trölli" ekki með, hann er að fara í brúðkaup þessa helgi og hlakkar ofsalega mikið til....
Ekki verðandi eiginkona
Nú eru fimm meldir, þrjú sæti laus. Koma svo....
P.s. ég vil árétta smá misskilning sem komið hefur hér fram; kvennaleysi FUGO-manna stafar ekki af skoðunum eða karlrembu heldur einfaldlega ljótleika sumra meðlima klúbbsins.
ÉG vil gjarnan koma í veiði, ég þarf bara að komast að því hvort ég get það vegna sýninga. Fer í að skoða það hið snarasta...
E.s.
Ég tek undir með Mósa, því að karlremban hefur aldrei komið í vega fyrir það að meðlimir FUGO hafi nælt sér í konur!
Ég er í sömu málum og Jói ég veit ekki hvort ég verð á landinu en ég væri feitt til.
Voðalega erum menn eitthvað mikilvægir... "tja ég get svo sem látið sjá mig ef ég verð á landinu" það er nú ekki eins og þið séuð Eiður Gudjonsen!! haha Ég er ítrekað búinn að melda mig í þessa ferð JÁ MIG LANGAR Í VEIÐI og ég verð á landinu
Skrifa ummæli