miðvikudagur, maí 17

Raunir Bananamannsinns



Jæja þá er Bananamaður Landsbankans búinn að fara á stúfana í morgun. Haldið var í spennandi leiðangur í aðalútibú bankans til að ná í einhverja satans ávexti. Ég reyndi eitthvað að bitchast yfir hlutskipti mínu en þá kom í ljós að einn af lögmönnunum hafði sinnt þessu verkefni á undan mér. Eins og það geri þetta eitthvað honorable verkefni. ÞAð er skemmst frá því að segja að Bananamaðurinn villtist í aðalútubúinu og rambaði inn á bankastjórahæðina þar sem værðarlegir stjórarnir sátu yfir kaffi það er greinilegt að þeim er boðið upp á eitthvað betra en ávexti með kaffinu. Spurði varfærnislega á einn skrifstofunni. "afsakið ég er að leita að bönunum" roðnaði nátturulega ofan í rassgat þegar ég fattaði hvað þetta voru eitthvað fáránlegar aðstæður. Komst að endingu í Bananalagerinn og komst til baka merkilega klakk laust.

Það versta er bara að ég borða ekki ávexti finnst þeir eiginlega bara viðbjóðslegir, en a man got to do what a man got to DO!?!?!?

og eins og afi sagði alltaf " skrýtin er vor rulla í þessu jarð lífi
það er annaðhvort
Drulla eða Harðlífi!

þannig er nú það.

góðar stundir

Gautur "Bananamaðurinn"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM

Mósagrís sagði...

Hei, vorum við ekki búnir að segja Hr.Anal-Onanýmus að skrifa undir réttnefni, tala nú ekki um þegar færslan er eitthvað cryptískt humm.
Liggur við að við sendum Maestro de Pullo og Bananaman til að buffa þetta dýr.