mánudagur, maí 22

Status Tjekk

Daginn, helgin að baki, gaman að því alltaf ferstk að setjast við skrifborðið á mánudegi.

Tapaði mér í hreingerningum um helgina fór og fjárfesti mér í alskyns hreinsiefnum, misgóðum reyndar en einhvern veginn upplifði mig sem meiri svona mister muscle með þetta dót við hendina. Fór meira að segjaí blómaval þar sem ég hafði hug á að fjárfesta mér í pottplöntu til að halda mér selskap í bólstaðahlíðinni. Fann enga sem mér líkaði við ( hversu sick er það !! þetta er allt fokking eins). Helt sundfyrirheit mitt og fór í laugarnar um helgina og synti nokkrar bunur, hitti svo geðbilaðan vörubílstjóra að nafni Óli sem var bílstjóri hjá Eimskip í 34 ár þegar hann var rekin út af því að hann klikkaðist ( his own words.) Svo sagði hann mér æfisögu sína á svona 45 mínutum athygliverður kall. Merkilegt hvað mikið að einkennilegu fólki fer í laugaranar hahah me included.

hélt að ég mundi sálast úr kulda ímorgun, ákvað að það væri sniðugt að leggja bara beint fyrir utan vinnuna, var ekki svo sniðugt, er eiginlega búinn að vera standlaust að fara og setja í stöðumæli síðan ég mætti, og þetta er nátturulega bara fjárfesting.

Þakka mönnum fyrir athygliverða samkundu á föstudaginn í smáborgarahöllinni, það var virkilega gaman, kvöldið endaði reyndar illa fyrir pattann þar sem hann varð fyrir þeirri skemmtilegu lífsreynslu að á hann var ráðist og fékk ég einn Goooomoren beint á kjammann var hálf aumur og með krossbit. En þetta eru nátturulega menningarsnauðir gröfukallar sem veitast að saklausum mönnum sem eru minding their own og kýla þá.

VElkomin í enn eina skemmtilega vinnuvikuna FUGO menn og aðstandendur Passið ykkur á að drepast ekki úr kulda.

Kv

Gautur

Engin ummæli: