þriðjudagur, maí 2

MacBorgar og Heimsvæðing


Af tilefni 1. maí langaði mig aðeins að skrifa smá pistil.

Það er gaman af því að horfa á fréttir á þessum merka degi þegar að verkalýðurinn gengur út á göturnar og heimtar betri kjör. Óeirðir og átök , óeirðarlögreglur og táragas. S.s. mikil stemming á 1 maí. Málið er löngu hætt að snúast um verklýðinn og núna búið að breytast í eitthvað allt annað. Í Þýskalandi ráðast andstæðingar heimsvæðingar á sinn helsta óvin, MacDonalds; og í Köben setjast menn niður og fá sér bjór, eins og alltaf.
En það er um þessa andstæðingir heimsvæðingarinnar sem mig langaði að skrifa. Hin staðlaði einstaklingur í þessum hópi er hippi (eða anarkisti) sem er á móti manninum. ég er ekkert að reyna ýta undir staðal ímyndina, svona er hún bara. Það er samt gaman að pæla í því af hverju MacDonalds varð höfuðóvinur þessara manna. Alltaf þegar maður sér fréttir af óeyrðum, þar sem hipparnir mótmæla auðvaldinu, þá verður þessi hamborgarastaður fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Það er litið á þennan stað sem flaggskip kapítalismans. Gallinn er bara, það er ekki satt. Vissulega er MacDonalds hluti af heimsvæðingunni en flaggskip kapítalismans er allt annar hlutur.
Það er nenfilega merkilegt að horfa upp á þessa hippa þegar maður sér þá á förnum vegi. Þeir sitja yfirleitt inn á kaffihúsum, með Marx í pokahorninu; eða út á götu, með UNICEF möppuna sína (ekkert að því). Það er samt fyndið þegar maður sér þessa gæja (eða gellur) keðjureykjandi út í eitt. Því að þeir alveg eins og við hin hafa fallið fyrir tromp kapítalismans, tóbaki. Tóbaksframleiðendum hefur tekist að sannfæra okkur um að sígrettur séu cool og að maður sé uncool án þeirra. Fyndna er að hipparnir, þeir sem mótmæla gegn auðvaldinu, eru sammála og þar með fullir þátttakendur í heimsvæðingunni. Þeir eru alveg jafn sannfærðir og við hin að þegar Guð stóð frammi fyrir tóminu. Þá kveikti hann í feitum vindli og sagði með austurískum hreim, því að Arnold er Guð: "Time to make somthing out of nothing, ahhhh."

P.S. Ég er ekki að dissa reykingar, heldur hippa (ekkert að því).


5 ummæli:

Orri sagði...

Ég fæ nú ekki betur séð en að þú sért að dissa McDonald's og segja að Arnold sé hippi!

Ég ætla að hringja í Arnald, I'll be back...

Nafnlaus sagði...

ég held að þú ættir nú að fara að drífa þig heim frá Danmörkinni þáður en þetta hefur varanlega heilaskemmd í för með sér hahaa

Mósagrís sagði...

Nei, hingað og ekki lengra! Nú ætla ég að verja Einsa, því þetta var sniðugur og góður punktur hjá honum. Líklegast eitthvað sem gerist ca. á 10 ára fresti hjá kallinum.....

Skil samt vel að hippar hópsins séu svekktir útí svona skot sem sýna fram á vonleysi og tvískinnung activista. Hananú.

katur bjorn sagði...

hver er þessi trölli?

Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt innlegg hjá Mósa ég hélt nú að hann væri eini yfirlýsti hippinn og græninginn í þessum vinahóp (fyrir nátturuleg utan Orra honum er ekki viðbjargandi)

Það er ekki gróðavænlegt að vera vinstrisinnaður kommatittur í Che bol, ég á reyndar fleiri en einn Che bol en ég hef lagt þá á hilluna hahah