þriðjudagur, maí 16

Rón Rokk í Reykjavík

Varð fyrir einu af þessum Reykjavíkur mómentum í dag, var að labba eftir asuturstrætinu þegar að mér kemur Dauðadrukkinn maður íklæddur forláta ponjói, mér til einskærrar ánægju býðst hann til að segja mér ævisögu sína alveg gratis, með sérstaka áherslu á ferðir hans um Inkaslóðir í Suður-Ameríku. Efast reyndar stórlega um að þessi gaur hafi farið lengra en á Hvolfsvöll og sennilega keypt Ponjóið þar, hann var alltént í rosa stuði og roflaði við mig lengi, ég rakst svo á hann aftur þegar ég var´á leið heim úr vinnunni þá var hann reyndar ekki eins hress þar sem hann hafði greinilega orðið eitthvað sibbinn og steinsvaf þarna í pósthússtrætinu. Það er reyndar ákveðin sósíalstúdía að fylgjast með samfélgi drykkjumanna þarna í bænum. Það er mikil híarkía og stéttskipting innan þeirra þessara kreðsa, það er t.d einn gaur sem hefur vakið athygli mína sem svona einskonar leader of the pack, er það um að ræða bráðhressan sólbrúnan gaur með strípur sem kallast skúli spegill, hann er forsprakki hópsins og þegar skúli spegill segir gó þá er sko gó á hópinn, Elja í honum er engu lík og það sem mér fannst athugliverðast við þennan sídrukkna mann var að hann virtist alltaf hafa alveg hryllilega mikið að gera, eitthvað brýnt erinidi sem ekki gat beðið stundinni lengur krafiðist þess að félagarnir þurftu að bera þann elsta og þreyttasta af heæopnum fram og til baka niður laugaveginn. Aðrir virðast bera óttablanda virðingu fyrir Skúla. Hann er höfðingi heim að sækja, var staddur eitt sinn í apóteki nokkru í miðbæ Rvk, og ekki var búið að opna, þetta var í vetur og gríðarlega kalt, ég sat inn í velupphitaðri Yarisbifreið minni og fylgdist með þeim félögum skjálfa, en skúli hló bara og var að smjörgreiða sér eins og hann væri staddur á sólaströnd. Þegar svo loksins apótekið opnaði og ég hljóp inn stó Skúli við afgreiðsluborðið og sagði brosandi "ég ætla að fá 6 brennsluspritt takk" félaga hans reyndu að malda í móinn en skúli skussaði á krádíð með setningunni " GÆS! Þetta er on mí, kjallinn splæsir þennan drykk" setning sem ég hef ekki heyrt oft í apóteki á þriðjudagsmorgni kl 7. En gjafmildur maður hér á ferð í honum skúla.

Það eru engir spámenn sem maður gegnur fram á í Reykjavík sem gera mann andlega heilann, í reykjavík eru það rónarnir sem koma með spakmæli eftir pöntun angandi af Karedemommu dropum og hoknir af reynslu.

Svona er dagurinn í Reykjvík .,..... borg óttans.

kv

Gautur

Engin ummæli: