Jæja þá er maður kominn til starfa í Landsbankanum tilbúinn í slaginn að féfletta menn hægri vinstri gaman að því. Er reyndar ekki kominn með aðgang að neinum kerfum þannig að ´´eg er nú aðalega bara að hangsa eitthvað hérna. Lesa moggann drekka kaffi og svona þessa standard hluti sem við skrifstofumenn gerum yfir daginn.
Held að ég sé orðinn háður sundi, ákvað (einu sinni enn hlæji þeir sem vilji) enn einu sinni að fara að efla andann með ráð og´dáð, er farinn að fara í laugarnar að vinnu lokinni á hverjum degi. Ég verð að segja að þetta held ég að sé bara eitt það sniðugast sem ég hef gert fara bara og synda( eins lítið og ég mögulega get) fara svo í gufu og láta sólina bara sig, spjalla við kallana um komandi kosningar, Eyþór Arnalds hefur mikið brunnið á vörum pottorma vestubæjarlaugarinnar.
Já þessi 8 til 16 vinna hefur í för með sér mikið afslappelsi, þ.e þarf að drepa alveg ægilega mikinn tíma, sem er ekki sniðugt og frekar erfitt fyrir svona vinnu sjúkling eins og mig. Fugó menn eru hvattir til að taka upp stanslausar golfferðir og aðra afþreyingu svo maður deyji nú ekki úr leiðindum með allan þennan frítíma.
MR. DISKO kemur á klakann innan skamms vil ég bjóða hann velkominn fyrir hönd fúgómann.
Hvernig væri svo að taka í spil einhvertíma í vikunni ef menn eru lausir?
Kv .
Gautur
þriðjudagur, maí 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli