þriðjudagur, september 30

Veiðisaga
Grísinn sem mósar fór til Hvolsvallar um helgina að skjóta gæsir. Kolli kretín og gamla settið voru að sjálfsögðu með í för og var pabbi búin að tryggja okkur einhvern geggjaðan akur sem var alltaf svartur af gæs og engin nema læknirinn má skjóta á.
Við förum um morguninn, fjögur saman í kamógöllum, ca. 100.000 kall stykkið(með úlpum, vöðlum, vettlingum húfum og öllu). Öll vorum við með flottar hálfsjálfvirkar haglabyssur eða pumpur og ábyggilega um 500 skot saman. 50 gerfigæsum var plantað á akurinn í myrkrinu og tveim gerfiálftum for good measure. Ekkert skildi klikka, gæsirnar skildu sko allar láta gabbast af strategískt uppröðuðum gerfi-gæsunum og álftunum okkar og lenda beint fyrir framan byssuhlaupin og liggja í valnum í tugum ef ekki hundruðum.
Dude hvað þetta var misheppnað....það kom ekki eitt alminnilegt gæsaflug, skutum næstum einn helsingja, en klúðruðum sem betur fer því þeir eru víst friðaðir, ég lá óvart í kindakúk meginpart morguns og kolli sofnaði í akrinum og vaknaði kvartandi yfir verk í mjöðminni.
Tvær afskaplega óheppnar endur flugu yfir okkur og voru þær drepnar, ég reyndar skaut hausinn af minni(er ekki að ýkja, hausinn tættist af og lenti annars staðar) og var það heildarafli túrsins.
Upptalningin á búnaðinum var því gerð til að sýna hversu leim þessi túr var, allt þetta, búnaður og byssur fyrir ábyggilega hálfa milljón, 4 manneskjur í skurði í 7 tíma og afraksturinn er tvær litlar stokkendur.
Men hvað ég þarf að hefna mín á þessum gæsum fyrir að hafa mig að svona miklu fífli.....
Ég vill þakka Armandó fyrir þetta sérstaklega skemmtilega og líflega innlegg auk þess sem ég vil óska honum góðrar ferðar til útlanda. Auk þess vill pattinn benda Armandó á að vera ekki að drepa sig úr þunglyndi og bömmer yfir einhverju smá sprelli. Legg ég til að Armandó hlusti á pattan því eins og alþjóð veit er pattinn með eistarapróf í að gera sig að fíli á almannafæri ekki síst ef bakkus er með í för´
Það væri ekkert smá gaman að vera að fara til útlanda, en í staðin er ég bara kominn með kvef dauðans og er að fara að flytja á morgun( það er búið að fresta þ´vi einu sinni enn.) núna sit ég upp í skóla við stóra hlussulega borðtölvu að reyna að klára verkefni sem ég á að skila á fimmtudaginn, hér verð ég að hýrast þar sem harðidiskurinn í tölvunni minni er ónýtur og vég verð að bíða meðan nýr diskur er framleiddur af sveltandi börnum í angóla og sendur svo hingað í bögglapósti tilbuinn að bila enn á ný......
Pattinn kveður að sinni stefnir að því að vera fluttur næst þegar hann tekur innslag og þá get ég frætt lesendur mína um unaðsemdir þess að búa í vinnustofu í miðbænum.

Kveðja Pattinn

mánudagur, september 29

Í dag er mánudagur og það eina sem ég get sagt er að ég er afskaplega feginn að vera fara til útlanda í vikunni. Því þar mun ég ekki gert sjálfan mig að fífli fyrir framan skólafélagana næstu tvær helgar.....möööö.

sunnudagur, september 28

Muu
Nú steypist enn og aftur yfir þjóðina áróður mjólkurfasismans.

Nú ætla ég ekki að æsa mig yfir því að við séum að leggjast á spena blásaklausra jórturdýra, lepjandi og tottandi það sem ætlað er ungviði þeirra, en ekki fullfrískum öpum.

Ég ætla heldur ekki að fjargviðrast yfir þeirri einföldu staðreynd að mjólk er ekki góð - hún er handónýtt vatnssull; sneydd öllum tilgangi og næringargildi eftir þá hrottalegu meðferð sem hún má sæta í því barbaríska framleiðsluferli gerileyðingar og fituhryðjuverka sem hér viðgengst.

Neinei. Það sem nú fer öðru fremur í mínar fínustu er heiti herferðarinnar: nefnilegast 'muu'.

Hvað í sterkúldnum dauðanum á það að fyrirstilla, merkja og segja okkur almúganum? Jújú, þessi sjálfumglöðu auglýsingameindýr vilja meina að slíkt sé opinbert tungutak íslensku kýrinnar.

Hvað varð um MÖ?!

Voru íslensku kýrnar svo önnum kafnar við að blóðmjólka sig ofan í okkar gapandi skrælingjaskolta að nauðsynlegt reyndist að ráða einhverjar útlendar katalóníubeljur í auglýsingarnar?

Já, 'muu' er spænska beinasnarnir ykkar, 'moo' er enska,
- og á íslensku segjum við MÖÖÖÖÖÖÖÖ!

fimmtudagur, september 25

Æ Æ þetta er nú ljóta vælið í öllum hérna(kemur úr hörðustu átt.ég veit) sit einmitt´hérna uppí skóla að vorkenna sjálfum mér útaf öllum þeim helvítis hellingi af verkefnum sém ég á eftir að gera fyrir jól. ég sé ekki fram á að það verði ein einasta helgi í frí frá þessu helvítis böggi. en það þýðir víst lítið að vera að æsa sig yfir þessu svona er þetta bara..... vinna og meiri vinna endalaust......svo þegar maður er ekki að vinna´þá er maður að læra og öfugt....hvað varð um saklausu dagana þegar farið var á djammið umhverja helgi og alltaf stuð.....ég verð nú að segja að ég er orðinn hálf pirraður á þessu. ég er t.d að fara að flytja á mánudaginn( best að nota tækifærið og hvertja alla sem vetlingi geti valdi að koma og hjálpa......þ´vi ef ég fæ nógu marga þá þarf hver bara að bera einn hlut þetta er ekki svo mikið....) anyways þá væri í raun praktískara fyrir mig að sleppa´því bara og setja dótið mitt í geymslu og sofa svo bara í einhverjum sófa hérna í skólanum .......ég er hvort sem er alltaf hérna........

við jói vorum eitthvað að ræða um að reyna að hittast félagarnir um helgina.....laugardag kannski.....sleikja sárin eftir föstudagskveld og fá sér kannski einn öl........?????

bara hugmynd...mér skilst að maður verði líka að reyna að lifa svolítið þetta er ekki bara vinna og leiðindi.

kveðja PATTINN
Íþróttir eru fyrir hálfvita
Grísinn sem mósar hrýnir hátt og skelfilega af óhamingju og sársauka. Einhver heimskur vinur mósandi gríssins ákvað að gabba saklausan grísinn með sér að leika. "Koddu með litli grís" sagði vinurinn "þetta verðum bara við og nokkrir gaurar í íþróttahúsinu að leika okkur í handbolta". Þetta hljómaði nú nógu sakleysislega svo að grísinn okkar lét til leiðast. But noooo......þetta var ekki nokkrir gaurar að leika sér, þetta var full fledged handboltaæfing, með fasistum til að stjórna manni og alles. Þetta var handboltalið Bifhárarastar sem er að fara að taka þátt í bikarmóti HSÍ og grísinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Eftir mörg öskur "BAKKA", "TAKTU MANNINN"(það hljómar meira að segja gay), "ALLIR FRAM" og einhver fleiri aulagörg þá var greyið litla grísnum hætt að standa á sama. Grísinn gat að sjálfsögðu ekki farið, var fastur með þessum geðsjúklingum í rúman klukkutíma og svitnaði meira en hann hefur gert í mörg ár.
Að æfingu lokinni lá grísinn í blóði sínu á miðjum velli, var næstum búinn að gubba af áreynslu og fæturnir neituðu að bera hann lengra.
Nú situr okkar misnotaðai grís heima hjá sér, grátandi yfir harðsperrum, allir puttar eru slasaðir og honum er illt í bakinu.
Íþróttir eru fyrir asna og Grísinn ætlar sko ekki að láta gabba sig svona aftur.(nema náttla ef lið Bifhárarastar verður dregið á móti KA eða Haukum í bikarkeppninni, það væri soldið kúl að láta buffa sig af þeim)

miðvikudagur, september 24

Huh
Það er greinilega mikið að gera frá fugo liðum þessa vikuna því ekkert hefur heyrst í mönnum síðan á laugad. Sjálfur hef ég ekkert að segja nema að litið var á Tröllið í höfuðstöðvum frampotsins í gær. Hann var að ágætlega hress en þó virðist smjaðrið mun gera út af við hann áður en að kosningum kemur. Nei, nei hann hafði það fínt en skyndibitin var að fara með hann. Annars allt gott að frétta úr VR , vonandi hef ég eitthvað skemmtilegt að segja eftir föstud.... enda er ég svo fjandi leiðinlegur edrú.

laugardagur, september 20

My stupid mouth has got me in trouble
Jæja en gerist það, ég er fullur og vitlaus ekki kannski akkurat í augnarblikinu meira svona yfirhöfuð... alla veganna vitlaus. Þar sem að ég sat að drykkju í gær tókst mér að klúðra glæsilega því sem að gekk frekar vel. Verkfræðinga teitð sem að ég var í var vel á veg komið og stelpan sem sagðist kannski ætla að koma var ekki mætt á staðinn. Þegar að Idol var búið ákvað ég að hún myndi vera no show. Þess vegna hljóðaði hugmyndin um að fara í bjórdykkju keppni æðislega vel... ég var ekki fyrr búinn að sjá botninn á fyrsta glasinu þegar að stúlkan mætti á staðinn DJÖFULL!! Orðin aðeins of kenndur spjalliði ég aðeins við hana ... var e.t.v. enginn Don Juan en ég meina ekkert sem ekki var hægt að bjarga seinna. Hún lét sig hverfa og kvöldið hélt áfram ... og vitir menn ég varð ótrúlega ölvaður (meir að segja á minn mælikvarða). Svo að ég hélt slafrandi fullur niður í bæ, allt var í gúdí fíling og var ég meir að segja í besta félagsskap. Ferðinni var heitið á hverfis og vitir menn hver haldið þið að hafi verið á svæðinu... stúlkukindinn. Ég ætla ekki að segja meira en að það þarf ansi góðan sjarma til að laga það sem að fyllibittan gerði þetta kveldið en ég meina þetta er nú einu sinni ég. Ráð til allra þú fullir, "target" edrú... hættu að drekka og hagaðu þér eins og maður ... því fullir menn eru alltaf vitlausir, alla veganna ég.

mánudagur, september 15

Herra gud pa himlunum!!!!!

þetta er engu lagi líkt hvað verið er að leggja á manns litlu kvöldu sál. Þegar að ég vaknaði í gær eftir stórskemmtilegt skrall.... var ég viss um að ég væri að fá krippu...ekki eina heldur margar ....tilfinningin var svona eins og ég væri að fá einhver ógeðsleg krippildiskíli um allan líkaman.......mér til mikillar skelfingar áttaði ég mig á að ég var bara að drepast úr þynnku...var reyndar með svona vott af einars veiki....var geðveikt hress og til í að sigra heiminn...uppfullur af þessari nýfundnu einars/þynku hamingju arkaði ég af stað ut í sjoppu til að kaupa kók og spólu til að hægt væri að hafa það náðurgt það sem eftir lifði dags......en þegar ég var búinn að arka út í rokið og upp á höfða alla leið út í sjoppu gekk ég á lokaða hurð....NEIENEIENEIE þá var sjoppan bara lokuð enda kl ekki nema 9 og ég bara búinn að sofa í 3 tíma......einars veikin var þá ekkert nema ég er enn fullur veikin... mér til mikillar skelfingar fór ég að þynnast allur upp á heimleiðinni og endaði svo froðufellandi og spjúgandi í njólabreiðu.... að lokum komst ég heim....þá var kl að verða 11 ég ákvað í snatri að fara að sofa eins og heiðarlegum manni sæmir.....aldrei mun ég reyna að vakna snemma og þykjast vera hress og sprækur þegar ég er það ekki þetta var alveg skelfileg lífsreynsla.....guð minn almáttugur.
PATTINN
Þynnka dauðans!!!
Það er með ólíkindum hvað maður verður þunnur þessa dagana. Eftir mjög skemmtilegt djamm með vöskum FUGO-meðlimum er grísinn sem mósar nær dauða en lífi. Grísinn var reyndar mjög varkár, drakk ekki mikið og bara bjór. Þetta átti að sjálfsögðu að verða til þess að grísinn yrði lauys við þynnku.
But nooooooo.............ekki gat það gengið eftir. Eftir að vakna við það að þurfa að gubba hljóp grísinn fram á öllum fjórum og gubbaði ca. hálfum lítra af skærgulu galli, svaka stuð. Ok, það getur ekki versnað........yeeesss.........Kolli kretínbróðir hringdi í mig grátandi og því ég var víst búinn að lofa honum að fara með honum að versla. Það er víst þannig að litlir Kollar geta ekki keypt sér bugsur án þess að haldið sé í hendina á þeim.
Eftir um tveggja tíma kvalir þar sem Kolli kretín var búinn að þræða allar búðirnar í bæði Kringlunni og Smáralind og máta allt sem líktist bugsum(það er reyndar soldið krípí hvað hann er hrifinn af útvíðu) missti grísinn stjórn á skapi sínu. Kolli var að sjálfsögðu búinn að skoða og máta allt í Sautján, Zara og Jack&Jones og jafnvel Miss Selfridge og grét sárann því að ekkert var akkúrat í hans stíl. Þegar Kolli ætlaði að byrja aftur uppá nýtt og fara aftur í allar búirnar sagði ég þvert nei og fór heim að eyða deginum í þynnku á eigin spýtur.
Það er nebbla alveg nógu slæmt að vera skítþunnur, verra ef að maður þarf að vera það á meðan tísku-frík-stelpíski stóri bróðir manns er að kaupa sér föt.

laugardagur, september 13

stormviðvörun........that´s all I needed.............. díses....sumarið er ekki búið og menn eru farnir að tilkynna um storm......Pattinn brást skjótt við og rauk út að negla fyrir glugga á píkubleikahúinu sem betur er þekkt sem casa di berryatso..... þetta er búið að taka heljarinnar tíma.....búinn að binda niður grillið.......gerði það reyndar bara með tvinna þar sem það er nú ekkert rosalegt........ varabirgðir eru komnar í ískápinn..... reyndar bara bjór...en mér skilst að það sé hægt að lifa af honum annsi lengi ef í harðbakkann slær..... og nú er Pattinn sem sagt öruggur með sig þegar stomurinn skellur á hversu sorglegt er það samt að sitja fyrir framan tölvuna á þessum tíma dags á föstudegi með rauðvínsglas ...........sad............en well veðrið er krapp svo það er eins gott að halda bara eins manns partý............. en á morgun verður tekið á því ............stefni reyndar að því að gera ekki einhverjar gloríur á morgun .... það hlítur að koma að því mér tekst að fara að djamm og gera það eins og siviliseraður maður......en á hinn bóginn þá er erfitt ða kenna gömlum hundi að sitja svo skál í bot og njótum helgarinnar og þeirra ævintýra sem bíða....verð ég búinn að vaska upp áður en ágrannar byrja á morgun....eða kemmst ég út með ruslið áður en ég verð of fullur HAHAHAHA men hvað er í gangi!!!!!!

föstudagur, september 12

Pattinn er búinn að vera í gríðarlegum vandræðum með einn ástkærasta hlut sem´hann á.....fyrir þá sem þekkja mig er þessi hlutur samofinn mínum karakter en nú var bara hans tími búin og ég varð að sætta mig við að Símon minn væri dauður...............ég legg til að við g-höfum einnar mínutu þögn til að minnast hans...... mörg góð símtöl og dýrkeypt sms voru send úr þessum ágæta síma.....hann þjónaði mér vel þ´ratt fyrir slælma og ofbeldisfulla meðferð mína á ´Símoni var hann alltaf til staðar fyrir mig til að hringja á leigubíl eða pítsu.....vakti mig á morgnanna...... mörgum fannst mahoníliturinn á honum eitthvað ósmekklegur en ég get ekki verið sammála þar um hann var fallegur......... Restin peace my friend Simon!..
Anyways ég fór á stúfana í gær til að kaupa mér nýjan síma.....sem er ekki í frásögu færandi nema hvað að ég er svo mikið tæjkasökker að ekki nóg með að ég keypti mér Ericson síma heldur var það líka einn slíkur með myndavél........ég er sökker en samt get ég alltaf tekið myndir hvar sem er hvenær sen er ...þetta er einhver besta tilbúna þörf seinni tíma!!!! ég legg til að allir fái sér myndavélar......og svo getur maður sent mms.......því það er svo gaman...... PATTINN

miðvikudagur, september 10

Lúxuslíf!!!
Það mætti halda að veðurguðirnir okkar hafi gjörsamlega gleymt sér í ár. Þetta heitir Ísland, ekki Heitland. Það er kominn miður september og maður chillar um á stuttbuxum, neitar sér um að hanga inni og fer í staðinn í sólbað útá palli. Ekki það að ég sé að kvarta, ég nýt þess meira en nokkur annar, en vá hvað þetta er furðurlegt.

Ég er reyndar búinn að fatta afhverju þriðja árið í námi er kallað BS-deildin. Þetta er nebbla BullShit-deildin, það er ekkert að gera, og ég meina ekkert. Ég hangi heima og þykist lesa eitthvað crap um evrópurétt en kommon, prófin eru eftir nokkra mánuði og ég hef eiginlega engum verkefnum að skila. Reyndar þarf ég að skila einhverri BullShit-ritgerð, en það er ekki fyrr en í vor.

Ég styð heilshugar hugmyndir Pattans um að gerast okkar íslenski Heff. Það eina sem hann þarf ða gera er að byggja risastóra höll, fá 150 geðveikislega flottar berbrjósta gellur til að hanga þar alltaf og vera svo duglegur að halda partý. Ég get allavega sagt fyrir mína parta að ég væri vel til í að mæta í svoleiðis partý......

mánudagur, september 8

Er ekki kannski kominn tími til að leggja bókina á hilluna taka upp silkináttsloppinn og pípuna og taka bara Hefnerinn a þetta....ég meina hversu næs er það að gera ekkert nema rölta um á náttfötunum reykja og velja stelpur til að vera leikfélagi mánaðarinns.....eiga fjórar kærustur þó að mðaur sé að verða áttræður....ég meina kommon......þetta getur ekki verið erfitt djobb..... ég gæti gert þetta með bundið fyrir augun.........það er svo ósanngjarnt hvað sumir hafa það huggulegt......ætli þetta byggist ekki bara á því hver fær bestu hugmyndina á hverjum tíma og hver er svo sniðugur að framkvæma hana ....... svona oprah style ......ég var einmit að horfa á opruh......(ekki eitthvað sem ég legg í vana minn en ég held að það sé nóg að vísa í þáttinn frá síðasta laugardegi.....þar sem ég veit að lesendur þessarar síðu eru miklir aðdáendur opruh...........sérstaklega Krummi) þar komu nokkrir feitir negrar og grétu og lofuðu drottinn meðan þeir sögðu frá misgáfulegum hugmyndum sem fært höfðu þeim miljónir..... hvergi nema í bandaríkjunum myndi eins súr hugmynd og salatskerinn eða skóreymarinn verða að milljónum..... og hvað þeir gátu grátið þessir hlunkar.....það er skrítið með kanann hvað hann nennir alltaf að vera að grenja þegar hann kemst í sjónvarpið ........sama hvað það er ........"ég náði loksins að losa um hægðatregðuna sem er búin að hrjá mig síðasta áratuginn"..............búhúhú......... og svo er tekið svona extra langt skot af við komandi með tárin í augunum.... og brostin augu.............skíta kanar........ talandi um skíta kana ...........búsh hinn knái og bráðgreindi foringi hins vestræna heims kom með þá skarplegu ályktun í dag að stríðið við hrypjuverk væri ekki nærri á enda og yrði dýrt................noohhh hann hlýtur að hafa fengið nokkuð marga ráðgjafa til að koma upp með þetta snilldar úrræði.................... SKÍTA kaninnn
Allir nema Hefnertinn........hann fattaði þetta kallinn ........bara chilla á sloppnum.........með pípuna stöffaður af víagra með fjórburana á kantinum............þannig ætla ég að verða þegar ég verð stór....................
Grísinn sem mósar hrýnir af kæti yfir þeim gleðilegu fréttum að Pattinn sé endurheimtur úr klóm glæpahyskis og einstæðra mæðra í Grafarvoginum.
Ég get hins vegar ekki verið jafn sáttur við þessa bóhem-dýrkun Pattans. Ég var orðinn svo stoltur af litla Pattanum, hvernig hann breyttist úr úfnum ónytjungi í vel snyrtann chocco sem hugsaði um peninga í stað lista. Nú virðist hann hins vegar vera á hraðri leið aftur til glötunar bóhemsins og mannvinarins, þvílík sóun.
Bóhem listafígúran er út, peningasinnaði eiginhagsmunaseggurinn er inn, það vita það allir. Við þurfum ekki annað en að líta til Tröllsins okkar hans Ýmis. Hann var eitt sinn ósköp ljúfur og góður mannelskandi drengur sem hugsaði um hamingju og blóm. Nú er hann hins vegar orðinn að manni, og hvílíkum manni. Hann er búinn að læra að totta, fá það í rassinn og brosa meðan á því öllu stendur. Vissulega ættu menn að skilja að ég er ekki að tala í bókstaflegri merkingu(vona ég...) heldur er ég að tala um menn sem eru tilbúnir að fleygja skoðunum sínum og hugsjónum út um gluggan til að komast betur í mjúkinn hjá kerfisplebbum og sjálfstæðisgöltum. Það ættu allir að vera stoltir af tröllinu okkar, hann virðist vera orðinn svo sjóaður í þessu að hann er farinn að reyna að tæla aðra meðlimi FUGO til að skrá sig í þessi fáránlegu samtök á borð við Heimdall til þess eins að kjósa sig. Ég held reyndar að hann hafi lært þetta hjá Teiti....

laugardagur, september 6

Ó mæ god....... þetta er nú meiri leiðinda helgin....... deginum í dag eyddi ég með nefið ofan í bók að stúdera hugverkarétt...sem er svo sem eitthvað ágætlega spennandi.... en samt svoldið súrt svona um helgi...... Maður er að verða svona leiðinda scholar...sem gerir ekkrt annað en að liggja í bók...og svona til hátíðarbrigða laga kaffi og fá sér smók......
Þetta er komið á hreint hugsanlega verður hægt að bjarga því litla sem eftir er af bóheiminum og lífskúnstnernum sem býr innra með mér...... eða bjó alla vega einnra með mér hérna í eina tíð..... það er merkilegt hvað maður er fljótur að breytast......manni finnst maður alltaf einhvern veginn vera eins en svo einn góðan veðurdag þá´lítur maður í spegilinn löðrandi í raksápu með úfið hár og hugsar.....hvurn djöfulinn er ég að gera hérna í þessu standi .....reyna að vera eitthvað annað en maður er.....maður setur upp lítið leikrit og leikur rulluna....það gegnur vel manni tekst að sannfæra alla...."ég er svo einbeittur og fókuseraður á að verða siðfágaður en þó hrokafullur og óþolandi peningamaður með enga samvisku með masterspróf í alþjóðalögfræði frá Stanfors".......... rullan er svo góð að mér hefur telkist að blekkja alla..... meira að segja þá sem þekkja mig best..... allir eru blekktir nema einn.............maður sjálfur...... spurningin er í raun er maður sáttur við þessa skemmtilegu mynd sem maður máluð hefur verið.... getur maður sætt sig við að vera einhver annar....... lifa í tilveru sem ekki er raunveruleg..... en samt góð bara´öðruvísi en maður bjóst við........................................................hvað getur maður gert WHAT THE FUCK!!!!!
Þetta stendur nú allt til bóta.....nú er komið að smá tilveru breytingum hjá Pattanum... hann er að fara að flytja úr Casa di Frugola.....förinni er heitið í menninguna á ný.......... jú mikið rétt....... kaffihúsa kóngurinn snýr heim...... kallinn er að flytja í 101 RVK um næstu mánaðra mót mun é g ásamt minni ágætu frú flytja á laugarveginn....í skemmtilega kúltiveraða bakhússskonsu með inngangi gegnum njólavaxið bakport þar sem liggja gamlir ískápar..... þetta er frábært.... nauðsynleg breyting.....ég er að úldna hérna í grafarbfoginum....kannski þegar maður er orðinn eldri (tókuði eftir að ég sagði eldri ekki fullorðinn!!!!) þá snýr maður aftur hingað.....til að deyja eins og fílarnir .......koma heim og drepasthahahahahahahaha nú er stemming...............HJAÁLPPP ...............þetta er hrikalegt.

P.s það er annski rétt í ljósi þessara einkennilega textasmíða áð tka fram að ég er ekki fullur!!!!!.........bara skrítinn...........

fimmtudagur, september 4

Mér krossbrá þegar ég mætti í skólann í morgun.....all vaðandi í bláum blöðrum tugmetralangar kökur og jakkaklæddir burgeisar á hverju strái...... ég skalf af hryllingi......ég var sannfærður um að ég hefði rambað inn á að alfund sjálfstæðisflokksins og bráðum yrði ég tekinn og stjaksettur útí garði fyrir villitrú mína á vinstristefnuna...... ég reyndi að draga fram mitt kapítalíska sjálf sem blundar víst þarna aðeins undir yfirborðinu....þannig að ég fór á salernið til að særa fram mammon mér til halds og trausts .... loksins fannst mér eins og ég væri orðinn nógu smeðjulegur og sjálfumglaður þar sem ég brosti framan í spegilinn ....... að ég hætti mér út fikraði mig varlega eftir göngunum ....... sagði orð eins og vísitala og höfuðstóll með reglulegu millibili til að falla í hópinn...... í stuttu máli þá komst ég í tíma eftir dúk og disk, sat inn í stofu allan daginn með hland fyrir hjartanu.....það var ekki fyrr en á heimleiðinni að ég áttaði mig á HR á 5 ára afmæli......hjúkk heimslur ég.......en svo fór ég að hugsa......er það ekki nokkurn veginn það sama og samkunda sjálfstæðismann sveittum á efri vör af græðgi og fyrirlitningu á litla manninum

Ykkar PATTI

miðvikudagur, september 3

Ég er alveg búinn að sjá það að til að verða svona "spútnikk" bloggari þá þýðir nú lítið að vera staðsettur á fjölmennri síðu þar sem einmanna sálir ropa út úr sér biturleika hversdagsins..... en what the fuck .annig er það og það er lítið sem ég get gert í því..... ég var að velta fyrir mér er ekki hægt að vera meira svona hipp......???? svo hugsaði ég lengra og viti menn......jú jú ég komst að því að sennilega er ég ekkert hipp........í mesta lagi svoldið svona ..........hresss...........alltí lagi með það. Ég er sum sé búinn að vera að stúdera hinar ýmsu blogg síður og kosmt að því eftir ítarlegar rannsóknir að við erum á einhverjum villigötum.....þ.e til að verða svona spútnikk bloggari.....þá vöðum við í villu og svíma..... grundavallar atriðið til að vera talinn kúl bloggari og einhver sem allir lesa er að segja bara sem allra minnst eins og t.d ........"VÁ ...MAR gEggJað!!!! fékk egg og beikon.....:=) rakinn er farinn............!!!!
þettta er alveg klassískt dæmi......ég skil reyndar ekki alveg út á hvað svona gengur en er alveg tilbúinn að reyna þetta ef þetta er málið......fór á allmaragar síður þar sem svona blogg er stundað' og sá þar á teljurum (sem er nóta bene eitthvað sem vantar hérna!!!(ekki það að einhver annar en ég lesi þetta bull, ég er nefilega bara einn að skrifa þessa síðu......við erum einn og sami maðurinn)) Anyways......næsta form af velheppnuðu bloggi er málefnalega bloggið þar sem misgáfulegt fólk er að tala um fréttir og pólitík.....mest megnis eitthvað sem ég get alveg eisn lesið um í dagblöðum.....það er ekkert að hafa fyrir að bæta neinu við .....kannski er það bara í einhverjum svona blaðamannaleik...... veit ekki en égtel að þetta form muni ekki henta til að auka fjölda lesenda okkar..... svo er það einlæga fólkið sem segir allt t.d vaknaði kl 7 fór á klósettið pissað vel og fór svo í sturtu borðaði einn og hálfan disk af séríós og fór svo......bla bla bla.....og svo fór ég að sofa......boring!!!! ekki spennandi..... og nú síðast er maður farinn að sjá umföllun um blogg í blöðum.....eitthvað svona "íslendingar tjá hugsanir sínar á tölvuformi" týpískt fyrir okkur íslendinga að taka eitthvað svona sáraeinfalt og saklaust hobbí og gera það að einhverri þjóðaríþróttt sem allir verða að stunda til að vera akseperaðir í samfélaginu.... búllshit....niðurtaða: Best er að skrifa það fyrsta sem´þér kemur í hug taka þá pælingu á lofi og fara lengra með ahana þá kemur út skemmtilegur hræri grautur.....því í sannleika sagt lesandi góður ef þú ert í hópi...þeirra sem er komnir hingað í textanum þá ert þú einsdæmi......menn blogga það les einginnn blogg.............þú ert bara eitthvað frík....þetta er eins og laxnes og íslendingasögurnar....fara vel í hyllu og gefa manni ákveðinn status svona interlektual eitthvað....eins er með bloggið maður er svona meðvitaður samf´´elags rýnir ef maður bloggar....niðurstaða ..........Bull !!!
Bloggg er gert til að maður geti fengi þörf fyrir tjáningu og leggur sig ef til vill aðeins meira fram í skrifunum vegna þess að fræðilega séð þá getur verið að einhver lesi þetta ég meina það er tæknilega mögulegt..............en í sannlleika sagt þá er öllum svo drullu sama.
Ástar kveðjur ykkar einlægur Pattinn

p.s Mósi, .....................góður pistill........................!

þriðjudagur, september 2

AAARRRRRGGGG!!!!!!
Hvaða fífli datt í hug að hafa fyrirlestur um fyrirtækjaþróun í 3 klukkutíma samfleytt???
Það er stórmerkilegt hvað það er hægt að gera lala spennandi hluti leiðinlega með þurrum og leiðinlegum fyrirlestri. Grísinn sem mósar hrýnir af sorg og óhamingju!
Annað sorgarefni er undarlegt bloggleysi FUGO-manna. Hvað varð um Einsa hinn spaka sem var svo óhræddur að gefa okkur hinum sýn í hans undarlega hugsunargang. Og hvert fór Tröllið okkar, fréttaritari Huppunar, sem sendi okkur óháðan fréttaflutning reglulega og sparaði okkur þannig áskrift að mogganum.
Í fjarveru þeirra neyðumst við Pattinn að fylla auðar síður vefsins með sjálfsvorkunnar væli okkar. Pattinn er reyndar mun betri en ég í slíkri íþrótt, enda er hann hálf misheppnaður greyið.....

p.s. Einsi er Pikachu

p.p.s. Ég frétti hingað á Bifháraröst að Ýmir væri kominn úr skápnum, er það satt?

mánudagur, september 1

Allt er að fara í gamla farið
Satan hirði fíflið sem lét sér detta sú heimska í hug að framleiða ál!!!! Nú er ég búinn að vera að bakka með einhverja tunnu í allt sumar...... bakka með tunnu fulla af áli!!! hvílíkt líf er þetta... ég meina það er fólk að vinna með mér sem hefur gert þetta helvíti að ævistarfi............!!!!!!!!!!!1 bakka með tunnu alla ævi hugsið ykkur.... en þetta er að vera búið ég klára á þriðjudaginn og þá verður nú stemmari já kalllinum....og ég get faroið að einbeita mér að áhugaverðari verkefnum eins og immaterial rett og erstatsrett!!!!..... krummi á líka hrós skilið fyrir að hafa skrifað skemmtilegasta blogg seinni tíma hérna í gær hvílík snilld!!!!!............p.s krummi það er bara gaman að vaska upp fyrsta mánuðinn..........og taka til og elda það verður líka þreytt!!!!1
gaman væri nú að heyra í ykkur félögunum um næstu helgi reyna jafnvel að gera eitthvað skemmtilegt saman svona áður en skólinn tekur völdin hjá öllum!!!!................... vonandi að jói litli sé búinn að ná sér af eitlabólgunni og kominn heill heim...það er orðið alltof langt síðan ég hef séð ykkur bakkabræður..... þetta verður gott skólaár...... fugo er að koma til lífsins aftur síðan er að breytast úr einræðu starkaðar...(þar sem einsi er Starkaður..) þetta er búinn aðvera svoldið mikill mónólógur í sumar með einstaka góðu innleggi frá fréttaritara huppunnar........ gaman væri að heyra oftar í honum,...... rokk on félagar .......sjáumst um helgina!!!!
ástar og saknaðar kveðjur PATTINNNNNNNNN!"!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!