Grísinn sem mósar hrýnir af kæti yfir þeim gleðilegu fréttum að Pattinn sé endurheimtur úr klóm glæpahyskis og einstæðra mæðra í Grafarvoginum.
Ég get hins vegar ekki verið jafn sáttur við þessa bóhem-dýrkun Pattans. Ég var orðinn svo stoltur af litla Pattanum, hvernig hann breyttist úr úfnum ónytjungi í vel snyrtann chocco sem hugsaði um peninga í stað lista. Nú virðist hann hins vegar vera á hraðri leið aftur til glötunar bóhemsins og mannvinarins, þvílík sóun.
Bóhem listafígúran er út, peningasinnaði eiginhagsmunaseggurinn er inn, það vita það allir. Við þurfum ekki annað en að líta til Tröllsins okkar hans Ýmis. Hann var eitt sinn ósköp ljúfur og góður mannelskandi drengur sem hugsaði um hamingju og blóm. Nú er hann hins vegar orðinn að manni, og hvílíkum manni. Hann er búinn að læra að totta, fá það í rassinn og brosa meðan á því öllu stendur. Vissulega ættu menn að skilja að ég er ekki að tala í bókstaflegri merkingu(vona ég...) heldur er ég að tala um menn sem eru tilbúnir að fleygja skoðunum sínum og hugsjónum út um gluggan til að komast betur í mjúkinn hjá kerfisplebbum og sjálfstæðisgöltum. Það ættu allir að vera stoltir af tröllinu okkar, hann virðist vera orðinn svo sjóaður í þessu að hann er farinn að reyna að tæla aðra meðlimi FUGO til að skrá sig í þessi fáránlegu samtök á borð við Heimdall til þess eins að kjósa sig. Ég held reyndar að hann hafi lært þetta hjá Teiti....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli