fimmtudagur, september 25

Íþróttir eru fyrir hálfvita
Grísinn sem mósar hrýnir hátt og skelfilega af óhamingju og sársauka. Einhver heimskur vinur mósandi gríssins ákvað að gabba saklausan grísinn með sér að leika. "Koddu með litli grís" sagði vinurinn "þetta verðum bara við og nokkrir gaurar í íþróttahúsinu að leika okkur í handbolta". Þetta hljómaði nú nógu sakleysislega svo að grísinn okkar lét til leiðast. But noooo......þetta var ekki nokkrir gaurar að leika sér, þetta var full fledged handboltaæfing, með fasistum til að stjórna manni og alles. Þetta var handboltalið Bifhárarastar sem er að fara að taka þátt í bikarmóti HSÍ og grísinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Eftir mörg öskur "BAKKA", "TAKTU MANNINN"(það hljómar meira að segja gay), "ALLIR FRAM" og einhver fleiri aulagörg þá var greyið litla grísnum hætt að standa á sama. Grísinn gat að sjálfsögðu ekki farið, var fastur með þessum geðsjúklingum í rúman klukkutíma og svitnaði meira en hann hefur gert í mörg ár.
Að æfingu lokinni lá grísinn í blóði sínu á miðjum velli, var næstum búinn að gubba af áreynslu og fæturnir neituðu að bera hann lengra.
Nú situr okkar misnotaðai grís heima hjá sér, grátandi yfir harðsperrum, allir puttar eru slasaðir og honum er illt í bakinu.
Íþróttir eru fyrir asna og Grísinn ætlar sko ekki að láta gabba sig svona aftur.(nema náttla ef lið Bifhárarastar verður dregið á móti KA eða Haukum í bikarkeppninni, það væri soldið kúl að láta buffa sig af þeim)

Engin ummæli: