My stupid mouth has got me in trouble
Jæja en gerist það, ég er fullur og vitlaus ekki kannski akkurat í augnarblikinu meira svona yfirhöfuð... alla veganna vitlaus. Þar sem að ég sat að drykkju í gær tókst mér að klúðra glæsilega því sem að gekk frekar vel. Verkfræðinga teitð sem að ég var í var vel á veg komið og stelpan sem sagðist kannski ætla að koma var ekki mætt á staðinn. Þegar að Idol var búið ákvað ég að hún myndi vera no show. Þess vegna hljóðaði hugmyndin um að fara í bjórdykkju keppni æðislega vel... ég var ekki fyrr búinn að sjá botninn á fyrsta glasinu þegar að stúlkan mætti á staðinn DJÖFULL!! Orðin aðeins of kenndur spjalliði ég aðeins við hana ... var e.t.v. enginn Don Juan en ég meina ekkert sem ekki var hægt að bjarga seinna. Hún lét sig hverfa og kvöldið hélt áfram ... og vitir menn ég varð ótrúlega ölvaður (meir að segja á minn mælikvarða). Svo að ég hélt slafrandi fullur niður í bæ, allt var í gúdí fíling og var ég meir að segja í besta félagsskap. Ferðinni var heitið á hverfis og vitir menn hver haldið þið að hafi verið á svæðinu... stúlkukindinn. Ég ætla ekki að segja meira en að það þarf ansi góðan sjarma til að laga það sem að fyllibittan gerði þetta kveldið en ég meina þetta er nú einu sinni ég. Ráð til allra þú fullir, "target" edrú... hættu að drekka og hagaðu þér eins og maður ... því fullir menn eru alltaf vitlausir, alla veganna ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli