miðvikudagur, september 10

Lúxuslíf!!!
Það mætti halda að veðurguðirnir okkar hafi gjörsamlega gleymt sér í ár. Þetta heitir Ísland, ekki Heitland. Það er kominn miður september og maður chillar um á stuttbuxum, neitar sér um að hanga inni og fer í staðinn í sólbað útá palli. Ekki það að ég sé að kvarta, ég nýt þess meira en nokkur annar, en vá hvað þetta er furðurlegt.

Ég er reyndar búinn að fatta afhverju þriðja árið í námi er kallað BS-deildin. Þetta er nebbla BullShit-deildin, það er ekkert að gera, og ég meina ekkert. Ég hangi heima og þykist lesa eitthvað crap um evrópurétt en kommon, prófin eru eftir nokkra mánuði og ég hef eiginlega engum verkefnum að skila. Reyndar þarf ég að skila einhverri BullShit-ritgerð, en það er ekki fyrr en í vor.

Ég styð heilshugar hugmyndir Pattans um að gerast okkar íslenski Heff. Það eina sem hann þarf ða gera er að byggja risastóra höll, fá 150 geðveikislega flottar berbrjósta gellur til að hanga þar alltaf og vera svo duglegur að halda partý. Ég get allavega sagt fyrir mína parta að ég væri vel til í að mæta í svoleiðis partý......

Engin ummæli: