fimmtudagur, september 4

Mér krossbrá þegar ég mætti í skólann í morgun.....all vaðandi í bláum blöðrum tugmetralangar kökur og jakkaklæddir burgeisar á hverju strái...... ég skalf af hryllingi......ég var sannfærður um að ég hefði rambað inn á að alfund sjálfstæðisflokksins og bráðum yrði ég tekinn og stjaksettur útí garði fyrir villitrú mína á vinstristefnuna...... ég reyndi að draga fram mitt kapítalíska sjálf sem blundar víst þarna aðeins undir yfirborðinu....þannig að ég fór á salernið til að særa fram mammon mér til halds og trausts .... loksins fannst mér eins og ég væri orðinn nógu smeðjulegur og sjálfumglaður þar sem ég brosti framan í spegilinn ....... að ég hætti mér út fikraði mig varlega eftir göngunum ....... sagði orð eins og vísitala og höfuðstóll með reglulegu millibili til að falla í hópinn...... í stuttu máli þá komst ég í tíma eftir dúk og disk, sat inn í stofu allan daginn með hland fyrir hjartanu.....það var ekki fyrr en á heimleiðinni að ég áttaði mig á HR á 5 ára afmæli......hjúkk heimslur ég.......en svo fór ég að hugsa......er það ekki nokkurn veginn það sama og samkunda sjálfstæðismann sveittum á efri vör af græðgi og fyrirlitningu á litla manninum

Ykkar PATTI

Engin ummæli: