Við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn og síðan annað barn. Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur. Næst erum við örg yfir því að við þurfum að eiga unglinga. Við munum svo sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði verður lokið. Við teljum sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur til í sínum málum, þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifæri til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.
Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei til betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá. Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viður-kenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður, á hverjum degi.
Vinur minn sagði eitt sinn. Í langan tíma hafði mér virst sem líf mitt væri í þann mund að hefjast - hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar "hindranir" eru líf mitt. Þetta sjónarhorn hjálpar okkur að sjá að það er engin leið til að hamingjunni. Hamingjan er leiðin.
Svo að varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum, nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með..og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum!
Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum, hættu að bíða eftir að þú eignist börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir, eftir laugardagskvöldinu eða sunnudagsmorgninum, hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú sért búinn að borga upp bílinn eða húsið, eftir vorinu, sumrinu, haustinu, vertinum. Hættu að bíða eftir því að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir því að það renni af þér. Hættu að bíða eftir því að þú deyir.. Hættu að bíða eftir að ákveða að, Það er enginn tími betri en einmitt núna, til að vera hamingjusamur…..
Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður!!!!!!!
Í dag er tími til að; vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda, elska eins og enginn hafi nokkurn tíma sært þig, dansa eins og enginn sé að horfa…..
fimmtudagur, ágúst 4
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Svakalega eru menn e-ð hamingjusamir/bjartsýnir, hvað er eiginlega í gangi. Ég verð þá bara að bæta upp með e-u þunglyndi... There is no art without pain! ... Ætla ekki að segja hvern ég er að kvóta því það er svo hallærislegt (samt er um alvöru listamann að ræða)
er ekki listin er nátturulega bara glorified afþreying.. sem sett er óþarflega háan stall þar sem "lista"menn geta trónað og gert sig breiða. Eina vitið að fara bara aftur í miðaldirnar þar sem listamenn voru bara eins og hverjir aðrir handverksmenn, nauðsynlegt að listin sé ekki einhver staðar í skýjunum ALLIR eiga að geta notið lista ekki bara þeir félagar Kling og Bang!
ætli að ég verði ekki að svara einhverju... og ég ætla hér með að kalla þig hamingju fasistann... svo ætla ég að setjast aftur, í þunglyndi, út í horni með Kling og Bang
Hamingju Fastistinn..... það er eins og nafn á svona artí fartí skáldsögu.... best að hafa þetta bak við eyrað...
Djöfull er ég sammála Páfagauti með þennan litla pistil. Reyndar tel ég hann vera stolinn frá hinni margfrægu speki minni "There is no such thing as the right moment." Það er nebbla ekkert móment, mar verður að búa það til sjálfur.
Hef aðeins einu við að bæta
"A spring time for Hitler and Germany...." þar er hugmynd um hamingju fasista bara á stóra sviðinu
Heyr heyr!
Skrifa ummæli