sunnudagur, janúar 1

áramóta heitið mitt!

Ég held að bloggandleysið hafi náð hámarki og nú er mál að linni. Ákvað að birta hér óritskoðað samtal mitt við samvisku mína þegar ég var að velta fyrir mér áramótaheitinu í ár. Njótið vel og góðar stundir,

Nýtt ár 2006 til hamingju með það gautur þetta er nú nokkuð góður árangur miðað við líferni, aldrei að vita nema við meikum þetta til þrítugs. En gautur við verðum að fara að vinna eitthvað í þessu ( þ.e ef við ætlum að endast til þrítugs.)? Jamms, kannski. En hvað getum við gert... við erum nú ekki í það slæmu formi... erum bara helvíti reffilegir miðað við aldur.... ég held það allavega....

Gautur! hvað ertu búinn að hætta oft að reykja? Tja kannski svona 11 sinnum síðan ég var 20. Ég á alveg nokkur góð reykár eftir, það verður hvort sem er sjálfhætt eftir svona 2 ár þegar reykingarfasistarnir fara að dæma mann í grjótið fyrir að hafa sígó í fórum sínum.. held ég bíði bara þangað til.

En Gautur væri nú ekki spurning um að fara kannski að hreyfa sig? tja ég þarf nú ekki að hlaupa á eftir strætó lengur þannig að ég sé ekki alveg tilganginn svona í fljótu bragði. Held presónulega að það sé miklu auðveldara að fara í ræktina ef maður er bara nógu andskoti feitur. Þá sér maður einhvern árangur annan en á blóðþrýstingsmælum og einhverju svona sjitti. Ég meina hver hefur þolinmæðina í að hanga ræktinni þangað til hann fær risastór brjóst og kúlurass sem hægt er að hoppa á ( mér dettur reyndar einn í hug.... nefni engin nöfn) Ég hef allavega lítinn nenni í slíkt, enda yfirleitt með því að koma mér þægilega fyrir á einhverju þrekhjólinu og horfa á góða mynd ( í ræktinni) og skella sér svo í gufu, sem er reyndar alltaf að verða ógeðslegra og ógeðslegra þar sem þetta er orðið troðfullt að einhverju speeekfeitum kafloðnum sveittum mönnum að raka á´sér punginn. En ég styrki samt alltaf Bjössa í WC af stari samviskusemi ( nenni bara ekki að mæta) en þetta stendur til bóta.

Gautur er ekki mataræðið eitthvað í steik? jú það má orða það þannig, hætti reyndar að borða allskonar sjitt eftir síðustu áramót, hvítt hveiti, kaffi, sykur osfrv. og manni leið náttlega bara eins og brosandi fiðrildi með króníska vind-og hungurverki, ekki furða að þetta grænmetisætulið sé allt eins og einhverjir sómalíubúar, sjáiði bara þarna beinagrindina á Grænum kosti, sem er að pretika heilbrigði svo er hún bara rétt 40+ og lítur út eins og níræð. nei við verðum að feta þann gullna þgar kemur að mataræðinu og þá vil ég að mataræðið sé í steik, ég skal fara að taka það í gegn þegar ég verð kominn með þrngar kransæðar og Speeeeeekkk feitur.

Gautur hvað með fjármálin....? hmmm pass á það.... lögfræðingarnir minna mig á þetta. Sit þetta af mér á nokkrum dögum ... sá í fréttunum um dagin nað hraunið er alveg magnað hótel.

En drykkja er það ekki eitthvað sem við þrufum að líta á? tja.... spurning um að hringja í þórarinn tyrfins og biðja hann að senda bara rútu til að pikka upp FUGO-ið á næsta djammi, væri alveg stemmari í því... þá gætum við farið meira út í svona jesú tal hérna á þessari síðu... frábært.

Ertu betri maður í dag enn fyrir ári síðan og ástæðulaust að strengja heit? Veit ekki........ ekki mitt að dæma.......VONANDI

Niðurstaða: nauðsynlegt að strengja áramótaheit. Best að hafa það opið og pólistískt rétt... þannig að þetta árið verður það " að verða betri manneskja" veðrur ekki mikið meira opið en þetta getur fali ðí sér hvað sem er eða ekki neitt( þe ef ég kemst að þeirri niðurstöðu að ég verið ekki betri manneskja)

Bestu kveðjur og FUGO ríkt ár.

Gautur

P.s Krummi hvenær verður grillið !!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það þýðir ekkert hálfkák, þú verður sko aldeilis látinn taka á því í ræktinni góði minn, enda var kominn tími á að losa þig við öll aukakílóin fyrir lifandis löngu!

Sjáumst á morgun
Einkaþjálfarinn