miðvikudagur, febrúar 15

Af Valentínusardegi

Mér var óskað gleðilegs Valentínusardags af stúlku sem ég þekki ágætlega í gær. Ég hváði náttúrulega þar sem enginn nema Blómaval hefur áhuga á því að halda Valentínusardaginn hátíðlegan. Stúlkan var hins vegar ekkert að grínast með þetta og var eiginlega hálf svekkt yfir viðbrögðum mínum og yfir því að enginn skyldi hafa sent henni kort eða blóm í tilefni dagsins (það skal tekið fram að hún er hálfur Kani og bjó í BNA sem barn). Ég hló hins vegar bara að henni og sagðist sko ekki ætla að lúffa með þetta!

Þetta var áður en ég komst að eftirfarandi: Valentínusardagurinn er afbökun kristninnar á gömlu heiðnu ritúali sem hefur með varúlfa, blóð og ríðingar að gera. Þegar ég komst að þessu þá var ég náttúrulega örlítið svekktur sjálfur að hafa ekki vitað þetta þegar umrædd stúlka óskaði mér gleðilegrar hátíðar. Á næsta ári verð ég hins vegar fyrti maðurinn til að óska vinkonu minni til hamingju með daginn, en það verður ekki Valentínusardagurinn, ónei! Það verður sko Gröðu-varúlfadagurinn!!! (Ég er strax byrjaður að búa til kortið...)

1 ummæli:

Mósagrís sagði...

Gleðilegan Gröðu-varúlfadag í gær, vona að þið hafið fundið konu til að berja með leðurþveng