rak augun í það einhverstaðar að vinir okkar í VG teldu óvíst að Reykjavíkurborg mundi sjá næstu aldamót ef ekki kæmust lopapeysugræningjar til valda í borginni. ég er búinn að vera að spekúlera í þessu. Hvað er það sem þeir óttast? Mun einkabíllinn og hans útblástur skapa óviðunandi umhverfi sem leiðir til stórubólu sem mun draga okkur öll til dauða.... hmmm kannski erum við að tala um að norðurskautið bráðni og allir útnárar á Íslandi sökkva í sæ. Þá verður nú gott að búá í Breiðholtinu og óvinir vesturbæjarins sem hefur fóstrað margan Fugó mannin geta tekið gleði sína þar sem vesturbæjarstórveldið mun sökkva í sæ. Ég veit samt ekki hvað lopapeysu sósíalistarnir geta gert í þessu, ég efast ekki um að þetta er þrælduglegt fólk sem ekki mundi liggja á liði sínu til að ausa vatni úr hundarð og einum en það væri sennileg til lítils í þessu tilfelli. Kannski dettur einhverjum í hug að virkja Elliðarárnar með stíflu sem mun sökkva framtíðar úthverfum Rvík... nei ég bara sé ekki hvað þetta er sem mun tortíma okkur. VG menn eru vinsamlegast beðnir um að fræða mig um það. Ég get þá farið að grafa mér byrgi og kaupa Eurosjopper dósamat til að geta lokað mig inni þegar kemur að eyðingu Stóru Reykjavíkur.
Væri líka gaman að sjá drastískar breytingar í hverfum sem eru stöðnuð eins og 101 og fleiri hverfum, ég vil sjá HÁAR byggingar MJÖG háar. þá fáum við loksins skjól og það skal enginn fara að tuða um útsýni, ef mann langar að fá útsýni þá flytur maður bara í háhýsi. útsýni er fyrir bændur sem þurfa að gá til veðurs. Ég fer bara eitthvar í leit að útsýni ef það er það sem stemmingin kallar á. Væri gaman að sjá eldri hverfi borgarinnar lifna enn meira við og fá svo einhverja aðstoðu fyrir gamla fólkið okkar sem hefur fóstrað samfélagið okkar og í raun komið því á koppinn. gamalt fólk á heiður skilinn þó að það sé almennt til ama. Það á samt ekki að þurfa að stía gömlum hjónum grátandi í sundur. Það er ekki súframtíðar sýn sem ég hef. Gaman að fylgjast með Samfylkingunni með síns tóru loforð í Reykjavík. Er það bara ég eða er ekki þessi flokkur ( ásamt fleirum) búnir með sinn séns í bili!
kv
Gautur
þriðjudagur, maí 30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ertu viss um að þetta hafi verið hrafnar? Voru þetta ekki hrægammar? Held að marga Reykvíkinga hafi dreymt þennan sama draum, og kallað á breytingar. Hef samt áhyggjur af óþarflega miklli sósalískri slagsíðu hjá Villa Vill og félögum. Enga óþarfa fyrirhyggju takk fyrir. Sem spanderar peningum skattgreiðenda í einhverja steypu. Bjoða niðurgreiðslu á tónlistarnámi eins otg framsókn gerði osfrv. WHY?? afhverju ekki bara að lækka útsvarið sem þessu nemur ´þá get ég bara ákveðið kvað ég vill gera við minn pening.... Borga minna takk það er það sem MJÖG margir vilja og er skítsama um einhverja göngustíga og styrki til tónlistar. Ókeypis leikskólar stakk einhver uppá.... pant fá svoleiðis. Hver á að borga? er ekki útsvarið í hámarki.. hvaðan á að fá peninga? Segið mér það kæru sósíalitar!
Ég þarf greinilega að mæta með garðklippurnar og klippa skálmarnar af buxunum ykkar.
En svona til að ráða drauminn þinn þá merkir hann að blóðþyrstir ránfuglar eru mættir til að éta lifrina úr grandlausum borgarbúum sem létu plata sig með píkubleikum lit og sósalískum loforðaflaum.
Svo er líka erfitt að sjá hvaða breytingar voru kallaðar á ef úrslitin eru skoðuð, nema að frjálslyndir og lopapeysugrænir vinna á. Sjallar sitja ennþá í sínu fasta fylgi sem þeir fá default í borginni og samfó tekst ekki gera sig gildandi enda eru þeir hálfgert prump. Ég ætla ekki eini sinni að tala um framsókn mér verður svo óglatt að hugsa um þessa fretnagla.
Þetta verða vond fjögur ár en breytist þegar framsókn fær náðarhöggið í næstu alþingiskosningum og alvöru vinstribandalag vinnur stórsigur að fjórum árum liðnum.
ÞAð er gott til þess að vita að þeir kretínbræður eru uppistaða í kjörfylgi Frjálslynda flokksins og ekki að undra þar sem ég man ekki til þess að hafa hitt frjálslyndari og meira félagslega þenkjandi menn. Sérstaklega er Mósagrísinn mikið fyrir að styðja smælingjana.
Ég endurtek það sem ég sagði, að við erum búin að sitja undir vinstra bandalagi í 12 ár. Kolli það er ekki bara nóg að vinna stórsigur í kostnungum. eins og R listinn gerði ítrekað ( einhverra hluta vegna) heldur er líka nauðsynlegt að framkvæma eitthvað af viti svona annað veifið. Það er löngu komið gott af vinstrimönnum, meira að segja svo gott að gamlir vinstri menn eins og ég erum orðnir íhaldsamari en páfinn og þá falla nú öll vötn til dýrafjarðar.
Skrifa ummæli