þriðjudagur, ágúst 19

Borg þversagnar
Það er nokkuð merkilegt að á laugardagsmorgnum sendir Reykjavík út herdeildir af mest hötuðustu borgarstarfsmönnunum. Stöðmælaverðir fylla hvern kima miðbæjarins í von um að finn bíl sem að ekki hefur verið greitt fyrir. Þessar blóðsugur miðbæjarins dreyfa hratt úr sér og nýðast á samviskusömum borgurum alveg til kl 14 en þá halda þeir aftur í líkkistur sýnar og bíða eftir að geta sektað næsta mánudag. Margir myndu e.t.v. segja að þeir sem að borga ekki í stöðumæla sé ekki samviskusamir en það er stóri miskilningurinn. Þeir bílar sem að standa auður og yfirgefnir fyrir hádegi á laugard morgnum eru yfirleitt afleiðing þess að einhver hefur farið í bæinn og fengið sér bjór. Sá hinn sami er samviskusamur borgari og keyrir því ekki drukkinn heim. Næsta dag senda myrkravöldin (borgarstjórnin) út stöðumælaverðina og til að refsa þeim er keyrðu ekki fullir heim. Menn hljóta að spyrja sig hvort að þetta sé rétt aðferð, því að málum er nú háttað þannig að það eru minni líkur á því að missa prófið en að fá sekt frá stöðumælavörðunum daginn eftir. Fer ekki bara að líða að því að menn taki frekar sénsinn og keyri heim heldur en að láta reyna á stöðumælaverðina. Þá geta borgaryfirvöld verið stollt þegar að einhverju greyinu tekst að drepa sig og fimm aðra. Ég tel því nauðsynlegt og í raun skynsamlegt að hafa enga stöðumæla á laugard. Ekki eins og að það myndi gera neytt til það kemur enginn lengur í bæinn að degi til því borgaryfirvöld hafa gert allt í sínu valdi til að drepa miðbæinn. Stóri gallinn er að þetta mun aldrei gerast því sömu stöðumælatímar eru í Svíþjóð en eins og allir vita er ómögulegt fyrir íslensk stjórnvöld að vera öðruvísi en hin sænsku.

Engin ummæli: