Gamlir menn/Graðir menn
Það vildi þannig til að mamma hans Gubergs sendi mér afskaplega athyglisverða grein í e-mailinu í dag um homma í USA. Eftir að hafa lesið greinina fór ég að velta því fyrir mér hvort að Abraham nokkur Lincon hafi ekki bara gert reginn mistök. Árið var 1861, Suðurríkin sögðu sig úr USA og hvað með það. Hefði Lincon ekki fariðí stríð væri nú þessu landsvæði í dag en eitt ríki, þ.e. í Norður Ameríku CSA. Miðað við allar þær fréttir sem að við fáum að þessum heimshluta þá væri þetta ekki slæmur hlutur. Þessi tvö ríki myndu skiptast svo: USA voldugt ríki sem að ætti mikið af bandamönnum og fullt af pening, CSA banalíðveldi þar sem að menn væri fangelsaðir fyrir að vera svartir og/eða hommar (þið vitið svona eins og Saudi Arabía). En í staðinn erum við með voldugt ríki þar sem að afdala sveitungar reyna að hafa áhrif og draga okkur hin aftur í miðaldir. Á meðan á þessu stendur er annar eldgamall sveitalúði (að þessu pólskur) að hamra einhvern boðskap hinumeginn Atlantshafsins um fóstureyðingu, smokkanotkun og aftur homma. Það er í raun aðeins eitt sem ég hef að segja við þann mann Jóhannes your old it´s time to quit. Það er löngum orðið sannað að trú og pólitík eiga ekki saman, það að stjórnmála menn séu enn að halda öðru fram sýnir aðeins eitt, þeir hefðu átt að fylgjast betur með í sögu. Miðaldir eru hrein sönnun á þessarri reglu en þá voru evrópubúar guðhræddir sveitalúðar í moldarkofum og arabar uppýstir menn með flottar hallir. Í dag er búið að snúa þessu við en kannski er tími til kominn að við verðu aftur guðhræddir (að þessu sinni vesturlandabúar) í moldarkofum en samkvæmt minni klukku eigum við 500 ár eftir... svo að kaninn og Jóhannes eru eitthvað að ruglast.
Að lokum vil ég óska tröllinu góðrar ferðar og við vonum öll að hann snúi heill heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli