Friday
Ó nei, ég ætla ekki að tala um þrælinn hans Róbinsons Krúsó heldur þennan merka dag sem að er í dag.  Stutt vinnuvika á enda og spurning með að spara bjórinn þessa helgina eða kannski ekki.  Eins og vanalega þegar málið er að slappa af í drykkjunni þá er mér boðið í partý og ekkert smá partý.  Það eru gefins burgers, heitur pottur og einhver sagði eitthvað um fordrykk, betra gerist það varla.  Að vísu er teitið í Hafnafyrði og því erfitt að komast þangað og þaðan.. kannski maður verði bara á bíl.  Sama hvað þá verður kvöldið í kveld mjög rólegt og er stefnt að því að reyna ná 12 tíma svefni jei!  Hvað sem á bjátar á morgun þá á slatta af öli og fullt af Konna frænda bara svona til að hafa möguleikan opinn.
P.S. Fann góða síðu á Batman
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli