Helgin
Jæja, nú var loksins staðið við það... róleg helgi. Menn þurfa nú að slappa af annað slagið ( ein helgi á sumri ætti að vera nóg). Horft var á vídeó á föstud, Femme Fatal hræðileg mynd með æðislega lesbíuatriði (ég veit hljómar undarlega en satt). Á laugard kvöldið var svo bara horft á tv sem sagt mjög rólegt. Planað var að kíkja eitthvað í gólf yfir helgina en lítið varð af þeim plönum þar sem að rigingin var alls ráðandi. Það var reyndar líka rigningunni að kenna að ég nennti ekki niðurí bæ að horfa á Gay Pride en þar sem að Jói var bara að selja boli þá er mér vonandi fyrirgefið. Snæbó hélt þrusu pönnuköku partý á laugd og fær vel skilið prik fyrir og vona ég að fleiri pönnuköku teiti verði haldin á klapparstígnum. Af þynnkunni hans Jóa að dæma var góð stemming á Gay Pride en ég hélt honum selskap á erfiðum þynnkutímum á sunnud og var þá líka horf á vídeó (þetta er farið að vera dálítið slæmt). Næsta helgi lítur vel út partý á föstud og menningarnótt á laugd. Kannski maður taki þátt í menningunni og fari með gítarinn í bæinn... kannski ekki? Annars verð ég að senda hamingju óskir á norðurland þar sem að Guberg Fugo meðlimur á afmæli í dag. Ég vona hann geri sér glaðan dag og fái sér kökubita eða jafnvel einn öl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli