Síðasti dagur vinnu
Áður en ég ræði um minn síðasta vinnudag ætla ég að svara ögn lítið þeim ásökunum er reiðir menn gera. Það er ljótt að sjá þegar að menn halda að allt snúist um stjórnmála stefnur. Þegar að ég var að tala um stöðumæla miðborgarinnar nefndi ég aldrei neitt í sambandi við núverandi borgarstjórn (menn eiga kannski erfitt með að trúa því en ég hef miklar mætur á núverandi borgarstjóra). Það er nefnilega einstaklega líklegt að stöðumælar hafi komið fram í stjórnartíð sjálstæðismanna en þó veit ég það ekki. Vissulega fer mósagrís með rétt mál um að það að taka stöðumælana úr miðborinni er ekki hægt. Það sem ég vil er að fella niður gjald á laugard. Gjald á virkum dögum er nefnilega nauðsynlegt því að annars myndi starfsmenn stofnanna og verslanna nota öll þau stæði sem ætluð eru viðskiptavinum. Um helgar eru verslanir opnar (og flestar til fjögur) en stofnanir lokaðar. Þannig að ef að rökin að engin bílastæði verði eftir í bænum ef að helgarskylda yrði stöðvuð gengur ekki upp því þá ætti gjaldið að vera til kl 16. Ef að menn kíkja niður í bæ milli 14 og 16 þá er ekkert umferða öngþveiti og bara fullt af stæðum, þrátt fyrir að megnið af verslununum séu opnar og þó nokkur fjöldi af fólki í bænum. Það að hafa engin gjöld um helgar myndi lífga upp á miðbæjinn sem að er mjög þarft nú til dags þar sem að þorri landsmanna fer frekar upp í Kringlu eða Smára. Sama hvað Mósagrís segir þá er ég á móti þeirri stefnu (sem að kemur frá BNA) að reisa fullt af verslunarmiðstöðum og leifa miðbænum að deyja, kannski er ég bara gamaldags.
Annars þá verð ég að viðurkenna að greinin Dabbi kongur var skrifuð svo einhver annar en ég og Trölli myndi skrifa (og það tókst bara helvíti vel). Samt verð ég að benda á þar að varnir landsins skipta miklu máli (ég er samt á móti íslenskum her) og alveg eins og Mósagrís (sem fær fyrstur manna) myndi ég halda til fjalla og verja lýðræði mitt ef Norðmenn ætluð að sölsa undir sig landið (meina hver veit). Það er kannski ekki þarf að hafa herlið á staðnum en heimurinn getur alltaf breyst og stundum er níðst á minni mátta þó að enginn hafi neitt upp úr því. Það er nefnilega asnalegt að halda því fram að enginn vilji nokkurn tíman gera innrás í Ísland en ef það gerist er heimurinn farinn til fjandans og stærri áhyggju efni til staðar en einhver skíta eyja lengst út í ballarhafi. Ef menn vilja meina að það gangnist eitthvað að vera í Nató bendi ég á eina dæmi þess að innrás var gerð í Nató-ríki, ekki gekk það upp.
Nú ég er búinn að skrifa svo mikið að ég veit ekki hvað hægt er að segja um síðast vinnudaginn annað en ... 12 pack af Faxe... annar 12 pack af Faxe ...hálfur peli af Camur og gott verður... verður þetta eitthvað betra?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli