föstudagur, ágúst 15

Dabbi kongur
Hin merkilegi atburður gerðist nú fyrir stuttu að forsetisráðherra lítillar eyju lengst út í ballahafi ákvað að seta hnefan í borið gangvart Bandaríkjunum. Eftir nokkurra mánaðu óvissu kom það í ljós að forsetisráðherran hafð betur, forseti USA sá ljósið og Pentagon var sett út í kuldan. Flugherinn verður áfram...vei. Þetta er að vísu sorgar fréttir fyrir herstöðva andstæðinga sem að hlökkuðu ef laust mikið til að losna við kapítalista svínin sem að hafa aðsetur upp á velli. Þeirra heitast ósk var að fá annan mun vinstrisinnaðri her en því miður hafa Sovétríkin ekki verið til í tíu ár. Kommónismi er nefnilega eins og klukka á videótækin, hann bara virkar ekki. Að mínu mat er það mikil gleði að kanin sé hér áfram enda gott að hafa varnir, jafnvel þegar að engin ógn er til staðar. Það er nefnilega svo merkilegt í þessum heimi okkar að allt getur breyst á skostundu, hver hefði getað spað fyrir árið 1980 að Sovétríkin myndu falla eftir tíu ár? Ekki margir (að vísu er ég viss að þeir sem fengu að sjá bókhaldið vissu alveg í hvað stefndi). Nú er eina spurningin, erum við búin að veðja á réttan hest? En er nokkur búinn að skoða bókhaldið hjá USA nýlega (þeir eru nefnilega að halda uppi þrem öðrum ríkjum: Ísrael, Afganistan og Írak). Vonum bara að þetta gangi allt upp, alla veganna geri ég það.

Engin ummæli: