Gyðingar vs. Gibson
Nýlega las ég um nýja kvikmynd sem að Mel Gibson er búa til og heitir The Passion. Þetta er einkar athyglisverð mynd um síðust tólf klukkustundirí lífi Jesú Krists. Myndin er tekin upp á forn armensku og latínu og var meiningin að hafa einga texta (stúdíóin eru reyna sannfæra Gibson um að leyfa textana). Það merkilega við þessa mynd er að trúarsammfélagið er að missa sig yfir myndinni (allir nema kaþólikkar en þeir aðstoðu við gerð hennar) og þar eru fremstir í flokki gyðingar. Nýlega leyfði Gibson talsmanni einhvers gyðingafélags að sjá myndina og var sá maður ekki glaður. Sagði að gert væri úr því að yfirstéttinn (eða var klerkastéttinn) í Júdeu væri máluð sem að aðal sökudólgurinn fyrir dauða krists. Svo segði myndin líka að almúginn hafi haft áhrif á krossfestingunaþegar búið var að fylla hann af lygum og hatri. Þessum talsmanni fannst þetta alls ekki ganga. Hélt að myndin myndi skemma þau góð sammskipti sem að kristnir og gyðingar hafa. Mikið svakalega er ég vittlaus því ég hélt að sagan hefði akkurat verið svona (þ.e. klerkarnir og múgurinn stóðu fyrir krossfestingunni, rómverjunum var svona slétt sama). Ég hef greinilega ekki fylgst nóg og vel með í kristinfræði og fermingarfræðslu. Kannski ætti Gibson að flytja sögusviðið til Egytalands því að öllum er sama um Egypta. Jafnvel væri hægt að sleppa því að láta Jesú deyja á krossinu og kenna palistínskum sjálsmorðs hriðjuverkamanni um allt saman... eða jafnvel grófast hugmyndin af öllum að menn myndu slappa af þetta er bara bíómynd. Væri ekki betra að láta Gibson klára þetta verk sitt (með enga texta) og ef við erum heppinn þá sjáum við e.t.v. eina af áhrifamestu myndum síðari tíma næstu páska... bara pæling.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli