sunnudagur, nóvember 30

Öl
Nú þar sem að allt of langt er síðan að ég skrifaði síðast þá ákvað ég að bridda upp á klassísku FUGO málefni.... hver er besti vinur FUGO? ÞAð er sjálft ölið sem að tekið er fyrir. Sumir okkar drekka e.t.v. ekki jafn mikið og þeir gerðu áður en þeir sakna þess samt... sama hvort þeir viðurkenni það eða ekki. Það er sagt að það sé engin vara sem viðskiptavinir séu trúrri en ölið sitt. Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég er hálfgerð hóra í þessu málefnum... ég er nefnilega alls ekki trúr minni tegund. Í sumar var það Faxe, verðið heillar, á undan því var það Miller, Tvist tap gerði góða hluti, þar á undan Carlsberg, ég man ekki alveg afhverju, hvað kom þar á undan man ég ekki en ég veit að ég byrjaði í Heineken, hey ég var 16 við vorum allir vitlausir og óþroskaðir. Nú vill það svo illa að í seinni tíð hefur stefna verið tekin á minni bjórdrykkju en það takmark hefur aldrei náðst. Afhverju stefni ég á minni bjórdrykkju? Jú málið er nefnilega það að ég er ekki lengur 18 og 6000 kkal af öli vikilega hoppa á magan á mér og ef þetta minnkar ekki þá fer ég að hafa eitthvað sameiginlegt með "the Goodyear blimp". Jæja það er alla veganna pása fram til 20.des, vegna prófa, en ég veit að þið hinir verðið fullir alveg fram á Þorlák, nema Jói hann er líka í HÍ.
Annars þurfum við að halda í Þorláks hefðina okkar og einhver hetja þarf að taka að sér að pannta borð. Veit ekki með ykkur ég ég kem til með að mæta.... það að vera blankur er slæm afsökun.... panntið ykkur bara forrétt eða einn öl og reynið að vera trúir ykkar tegund.

föstudagur, nóvember 28

Saltfiskur

Hvaða gáfnaljósi datt nú í hug að koma á fót Saltfisksetri í Grindavík? Hvaða séní var það sem reiknaði út að slíkur glórulaus fábjánaháttur borgaði sig?

174 milljónir kostaði að koma þessari stórbrotnu hugmynd á koppinn. Af öllum þessum milljónum lágu þrjár í stofnfé, 45 voru sníktar út úr hinum og þessum sjóðum og lán slegið fyrir afgangnum - 126 milljónum króna, m.a. frá Grindavíkurbæ sem væntanlega hefur séð fram á gífurleg uppgrip í bænum í kjölfar opnunar Saltfisksetursins.

Skv. frétt Morgunblaðsins í gær um málið þarf Saltfisksetrið í Grindavík að punga út 27 milljónum á ári í afborganir og rekstrarkostnað - tekjur eru hinsvegar 5 milljónir! FIMM! Fimm milljónir var hægt að kroppa af þeim 12.000 hræðum sem villtust inn á setrið á þessu ári og nú vonast aðstandendur setursins til þess að á næsta ári verði gestirnir 20.000 - eins og það breyti einhverjum sköpuðum hlut!

Og hvað er sosum til sýnis á saltfisksafni? Jú, salt sennilega, og kannski fiskur - saltfiskur og hann er jú lífið sjálft ekki satt... eða var það öfugt?

miðvikudagur, nóvember 26

Heilir og sælir
Pattinn hefur lög að mæla, menn hafa alls ekki verið nægilega duglegir að blogga á okkar ástkæru síðu.
Grísinn sem mósar hefur reyndar verið svo djöfullega upptekinn að ég hef varla neitt merkilegt að blogga. Sýndi reyndar fádæma dugnað síðustu helgi sem byrjaði þó á fimmtudagskvöldinu. Þá kláraði ég þrjú verkefni og gerði tvær ritgerðir fyrir systur Helgu í menntó.
Á föstudeginum fór ég og betri helmingurinn að skoða húsgögn, og fjandinn hvað allt kostar fáránlega mikið. Það er eins og maður eigi að sitja á pappakössum og borða af gólfinu miðað við hvernig er rukkað fyrir þetta. Samt tókst okkur Helgu að kaupa okkur borðstofuborð og sófa, og men hvað nýji sófinn minn er þægilegur, ég gæti flutt í hann. Dugnaðinum er ekki lokið því grísinn fór mikinn sem smíðagrís og gerði upp gamalt sófaborð og kom því fyrir uppi. Enn var hann að því hann henti út gamla hvíta viðbjóðslega sjónvarpsskápnum og setti inn nýjann sjónvarpsskáp úr kirsuberjavið(hljómar geggjað fancy, en er í raun bara gamli skápurinn hennar mömmu).
Nú verða FUGO meðlimir bara að kíkja í heimsókn og skoða ósköpin, en þetta er ekki búið, því íbúðin verður tekin til gagngerrar endurbóta í jólafríinu.........sjálfboðaliðar óskast....

P.s. Gubbi Nerg er moldvarpa

laugardagur, nóvember 22

Ég meina kommon.............hvað varð um allt líf á þessari blessuðu síðu??? eruði allir dauðir..eina sem ég hef t.d séð ritað af einar síðustu mánuðina er SMS-ið...heirru kondu med amarettoinn minn...eg er fullur!!!!....ýmir er sennilega dauður ef ekki eitthvað þaðan af verra..krummi er búinn að tapa sér í einhverju kriplujóga á bifraust....jói er farinn að leita að húsnæði í köben og má ekki vera að svona smotteríi..hugninn heldur sig á ónefndum tælenskum karókíbar á laugaveginum þar sem hann syngur elvis á bjagaðri ensku til að eiga í soðið fyrir sig og sína spúsu... gunni er kominn til brussel að reyna að verða merkilegur kadl í ESB og ég ..............og hvað með mig..... jú ég er bara hér að láta mér leiðast svo einfaldt er þetta ...þessvegna hvet ég alla litla skítakalla sem hafa látið sjá sig hér á þessum síðum til að láta ísér heyra halló halló við látum ekki pólitíkusana þagga niður í okkur!!!! lifi byltingin og hið frjálsa einræði bankanna !!!!
PAttinn
HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞENNAN BANKAÓSÓMA.
Á virkilega að láta þessa déskotans mafíósa sem "stjórna" bönkunum komast upp með að ræna okkur, þegna þessa lands sem af samviskusemi borgum okkar skatta og geymum það litla sem eftir er í sömu bönkum gegn svimandi gjaldi?!

Á andskotann ekkert að gera í málinu? Jú, nú þusar Valgerður í útvarpi - hún er náttúrulega alveg steinhissa á því að prýðisdrengirnir sem hún færði bankana á silfurfati skuli nú maka krókinn á kostnað almennings. Svei!

Ég er viðskiptavinur Búnaðarbanka og hef verið frá fermingu. Faðir minn er líka viðskiptavinur Búnaðarbanka og hefur verið frá fermingu og afi minn var það frá stofnun bankans.

Á mánudaginn verð ég hinsvegar orðinn viðskiptavinur SPRON - eða kannski ég geymi bara peningana mína undir koddanum, þetta eru allt sömu drullusokkarnir.
Svei!

fimmtudagur, nóvember 20

Einn geðveikt fyndinn XXX brandari
Ungur maður lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að hætta að ná honum upp svo
hann fer til læknis. Læknirinn segir honum að vöðvarnir sem stjórni
blóðflæðinu niður í liminn séu ónýtir og það sé ekkert sem hægt sé að gera
nema að hann sé tilbúinn að prófa tilraunaaðgerð. Hann spyr hvernig aðgerð
það sé og læknirinn útskýrir það fyrir honum:
"Við tökum vöðva úr rana fílsunga og græðum þá í stað ónýtu vöðvanna og
vonum það besta."
Honum finnst þetta allt hljóma hálf óhugnalega, en tilhugsunin við að geta
aldrei stundað kynlíf framar verður yfirsterkari
Sex vikum síðar er komið að því að prófa græjuna og býður hann kærustunni í
því tilefni út að borða. Á veitingastaðnum finnur hann allt í einu ótrúlega
pressu á félaganum, hann er að fá standpínu dauðans. Hann ákveður að renna
aðeins niður klaufinni til að losa um hann.

Um leið og hann opnar fyrir klaufina, sprettur félaginn út, grípur
kínarúllu af borðinu og hverfur aftur ofan í buxurnar. Kærastan hans gapir
orðlaus yfir þessu í nokkrar sekúndur og segir síðan: "Vá, geturðu gert
þetta aftur?"

"Já örugglega," segir gaurinn eldrauður í framan, "en ég er ekki viss um að
það komist önnur kínarúlla upp í rassinn á mér."
jæja nú er gaman að lifa ég get aftur farið að setja niður orð á blað ..... þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera harmiselginn mánuðum saman þar sem tölvan mín hefur ekkiá tt sjö dagana sæla þetta árið hún er búin að vera á gjörgæslu síðustu 3 mánuði og efti rítrkaðar tilraunir vilja sérfræðingar ACO tæknivals meina að "litli Gautur sé kominn" í samt lag... jú jú tölvan virkaði svo sem alltí læ.... en viti menn ekki ber á öðru en að komin sé ný tölva í stað litla Gauts....þar sem ekkert af minni ví sem í tölvunni var bjargað....nýr harður diskur var settur í ....ég spyr nú bara ......... af hverju gátu þeir þá ekki bara látið mig fá nýja tölvu komplett ég meina ....þettta hafði ekkert upp á sig...nú erum 7 dagar í próf og ég hef eingar glósur þær eru allar horfnar allt saman farið ....allar myndi öll tónlist alltsaman Horfið .....nei ég ætla ekki að væla meira heldur ætla ég að reyna að safna liði og gerast nýr og betri tölvunotandi..... og strauja diskinn minn reglulega...eins og fávitinn sem gerði við tölvuna sagði.....hvurslags eiginlega viðgerð er þetta......ef hann væri bifvélavirki þá fengi han nú slæma útreið.... " já bíllinn er eitthvað bilaður.....ég ætla bara að panta nýja vél frá króatíu og láta hana í.....é meina þetta er ekkert sami skíturinn!!!!! einn geðveikt ósáttur og auglýsir eftir tónlist.

laugardagur, nóvember 15

HÆST BYLUR Í TÓMRI TUNNU!!!

Ef það er eitthvað sem fer eins mikið í taugarnar á mér og sjálfumglaðir hægrimenn þá er það fólk sem talar niður til mín BERGUR KADL!!! Ég óska þér innilega til hamingju með að hafa verið með fulla mætingu í þjóðhagfræðitímum ( eða hvað þetta bull heitir nú aftur!) hjá Jóni Ormi... jú jú vissulega var vesen í kringum þetta Lictenstein mál en ég kom nú inná það í pistlinum mínum... en mér finnst það nú ekki vera eitthvað þungaviktar lóð á vogarskálarnar í þessari rökræðu... hvað ráðherraráðið þá misminnti mig aðeins en ég er búinn að refreash my memory, málið er það að eins opg staðan er í dag þá er kosningakerfi ráðsins tvískipt í veigaminni málum er einfaldur meirihluti látinn ráða sem er gott og blessað við gætum veri ðrödd þar. En í öllum veiga meiri málum er kerfið lítið eitt flóknara. Jú þannig er mál með vexti að 87 atkvæðum er skipt milli aðildarríkjanna... og krafist er aukins meirihluta fyrir samþykki.. þ.e 62 atkvæðum.... stæðstu þjóðirnar eins og t.d þýskaland bretland og ítalí a hafa 10 atkvæði þjóðir eins og austuríki hefur 4 danmörk 3 , lúxemburg 2 og þar farm eftir götunum. Þetta eru allt milljóna þjóðir... það verður gaman að sjá Halldór´Ásgríms (því það eru jú utanríkisráðherrar ríkjanna sem sitja í ráðinu) reyna að halda okkar skoðunum á lofti. Auk þess vil ég benda á að í dag eru ekki nem 14 eða 15 lönd í ESB ...verið er að taka helling inn í við bót þannig að þau verða brátt 25....ok í næstaholli þegar við komum inn þá verða ríkinn kannski 30!!! Maður þarf nú ekkert að vera neinn Jón Ormur í hugsun til að sjá að þetta kerfi getur ekki fúnkerað með svona stóran fjölda aðildarríkja.... sumir segja kannski jú það er ekkert mál og við munum hafa svo mikið um okkar mál að segja og ráða svo miklu og fá svo mikla styrki of svona..... veit ekki....
BErgurinn kadl!!!! er að tala um hversu mikið fjármagn fari í EES og hvað þetta sé nú mikil blóðtaka fyrir lýðræðið að þurfa að horfa upp á þetta..... ég spyr nú bara ...." Er þetta bara frítt partý þarna í ESB ...ég meina kostar ekki einhverja miljaraða inn og svo þarf maður að borga félagsgjöld og svona...." þessi peningarök eru ekki að gefa það...
Svo er það alltaf þessi skemmtilega pæling um sjálfstæði íslands Bla bla bla ..við verðum miklu sjálfstæðari í ESB....kannski....en ég held nú reyndar að þetta verði bara ný bókun 35...(þ.e bókun 35 við EES sáttmálan sem löggilt var til að reyna að tryggja ákveðið tvíeðli milli landsréttar og þjóðréttar.) Þar sem menn túlka þetta bara fram og til baka .... ég skal ekki segja eflaust verða margir ánægðari í ESB. En ég er þó með hagkvæmari og nærtækari hugmynd. Það er að gerast aðili að BNA þá fyrst værum við að tala um fjárhagslega styrki og stemmingu....... mér þætti gaman að vita hvað er svona fráæleitar við þá hugmynd en við inngöngu í ESB... ????

Ég skal alveg fúslega viðurkenna að ég er evrópusinnaður eins og the next guy og er hér í raun meira bara að reyna að gera síðun aokkar skemmtilegri með málefnalegum um ræðum.....

En öllu gamni fylgir nokkur alvara og eins pirrandi og hægrisinnaðir pabbastrákar eru....... þá er´ekkert sem fer eins í taugarnar á mér og þegar talað er niður til mín!

PATTINN

föstudagur, nóvember 14

Smérið hans Gunna er nú eitthvað farið að bráðna.

Gunnar fer hér stórum í pistli sínum um ágæti þess að ganga í ESB. Það er greinilegt að hann er hreinræktaður samfylkingarmaður, þar sem málflutningur hans litast af frösum og setningum sem étnar eru upp eftir öðrum. Ég verð að segja að ég efast stórlega um að hæstvirtur Gunni hafi yfir höfuð kynnt sér þessi mál neitt að viti....hefurðu t.d lesið EES sáttmálann.....svo þú getiur nú gert þér grein fyrir hvernig hann þjónar okkur...hefur kynnt þér hvernig valdablokkin er í brussel hvernig valdinu milli bandalagsþjóða er skipt.....ég bara spyr....
Það er gott og blessað að vera með læti yfir há matvöruverði og dýrum kjúklingi....ég verð að segja að ég efa að þetta eigi eftir að lækka með inngöngu í ESB.....og það yrði nú ekki beisið landði sem við myndum bjóða börnunum okkar ef allir bændur væru bara leystir frá störfum á einu bretti og fluttir í blokk í grafarholtinu..... nei það gegnur ekki.....
Það eru skelfilega léleg rök að segja að vegna smæðar aðildarlanda EES þá sé hann bara prump og gangi aldrei......ég veit ekki betur en að hann gangi alveg hreint bærilega.....ef gunni hefði kynnt sér út á hvað EES samningurinn gegnur þá myndi hann vita að samningurinn er svona eins konar allt fyrir ekkert samningur....við fáum allt það góða frá ESB og þurfum ekki að láta sjávarútvegsráðherra ESB stjórna fiskveiðum og þurfum ekki að gangast undir landbúnaðarstenfu sambandsins..... þá kemur þessi þreytti leiðindapunktur...."en við erum nú þegar búin að fórna 70-80% af sjálfstæði landsins....bíddu þetta er nú bara eins gáfulegt og að segja "djöfull ég er búinn að missa framan af þumlinum ....best að taka bara hendina af við öxl!!!!..... auk þess sem samningurinn er uppsegjanlegur..og okkur er frjálst að taka afstöðu til þeirra mála sem við erum ósátt við og bera fyrir EES nefndina ...og svo að endingu fer ákvörðunin fyrir alþingi þar sem gert er ráð fyrir að fólk sem við höfum kosið yfir okkur taki ákvörðun um frumvörp!!!!......
Svo kemur þessi fallega ræða um einhverj astyrktarpeninga og gleði´sem felst í því algleymi sem aðild að ESB er ......þetta verða einhverjar skitnar milljónir á ári sem fara í borgarleikhúsið..... annars verða þetta aðalega fjárútlát fyrir okkur þar sem við eru ó´9i hópi ríkari þjóða bandalagsins...þrátt fyrir smæð...(og ekki láta ykkur dreyma um að við fáum einhven sérdíl af þ´vi að við erum svo kúl og með sigurrós á kantinum......framkvæmdastjórn ESB er ekki með sigurrós á kantinum og hefur engan séstakan áhuga á okkur...við erum ekki spes).....
Svo lengi sem EEs samningurinn er við líði...þrátt fyrir smá landamnæradeilur eins og eru í gangi núna... þá er ekki spurning í mínum huga við eigum frekar að halda því samstarfi áfram.....óháð einhverju hevlítis fullveldis bulli sú hugsjón er ekki til.....
P.s auk þess myndum við hafa mjög lítil áhrif ..þar sem t.d í effrópuþinginu eru um 700 þingmenn við fengjum svona 6
auk þess fengjum við ekki setu í ráðherra ráðinu....... plús það að nú er verið að taka fullt a´f nýjum ríkjum inn í ESB og það er því nokuð ljóst að ekki verða tekinn fleiri inn fyrr en fí fyrsta lagi eftir svona 10 ár....þannig að Gunni og félagar.....tjill!!!! all in good time

PATTINN

fimmtudagur, nóvember 13

Elvis
Um daginn var ég staddur í 10-11 og sá þar mann. Vanalega hefði mér ekki þótt þetta merkilegt en það var eitthvað við þennan mann. Eftir smá umhugsun fattaði ég hver þetta var... kóngurinn sjálfur. Hann var að vísu orðinn fullorðinn en það var ekki hægt fela það, hvíti samfestingurinn kom upp um goðið. Það var ekki hægt að fela það, Elvis er fluttur til Íslands. Eftir að hafa verið hundeltur af CIA í öll þessi ár. Það er nefnilega á allra vitorði að Elvis þóttist látast vegna CIA. Elvis hafði nefnilega hafið störf fyrir Castró þar sem hann sá um skemmtanir í Las Vegas og jafnvel eitthvað áður. Menn hafa meir að segja fleygt því fram að það hafi engin tilviljun ráðið því að Elvis var í Dallas sama dag og Kennedy var myrtur. Eftir öll þessi ár er goðsögnin kominn hingað og verslar í 10-11. Vonum bara að kall greyið þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur af CIA tala ekki um KGB en það eru sálmar sem að engin ætti að fara útí.... passið ykkur bara á skuggalegu mönnunum þeir eru á eftir Elvis.

miðvikudagur, nóvember 12

Heilir og sælir
Það gleður mitt litla hjarta að sjá þessa pólitísku umræðu hér á okkar ástsæla vef. Og djöfull er ég sammála ykkur. Það er alveg merkilegt hvað litlu sjallapúkarnir eru hræddir við allt sem ekki er málað blátt og dirfist að vera hugsanlega ekki alltaf 100% sammála Dabba og co. Þeir hlaupa til og öskra kommúnisti um leið og einhver gagnrýnir núverandi stjórn og eru að reyna að knýja fólk til liðs við sig með hræðsluáróðri þess efnis að land okkar og velferð muni hrynja og Íslendingar hneigjast til mannáts ef ekki hægri menn eru ritstjórar fjölmiðla landsins.

Varðandi punkt Gubbergs um sjálfstæði okkar hef ég einnig nokkrar skoðanir. Íslendingar eru skíthræddir við að ganga í ESB því þá missum við yfirráð yfir landbúnaðarstefnu okkar, og það sem mikilvægara er, sjávarútvegsstefnunni líka. Þetta eru góðog gild rök, enda börðumst við hetjulega til að eignast yfirráð yfir þessum sjávarmiðum og viljum nýta þau sjálf. Hins vegar er soldið sniðugt að sjá hverjir eru hvað hræddastir við inngöngu í ESB. Jú, það eru Dabbi og hans menn, hvers vegna spyrjið þið? Jú vegna þess að LÍÚ eru hræddir við það og eins og þið vitið þá ráða þeir hvað mestu um stefnu sjallaballanna. Ef að Ísland gengur í ESB þá mun það hafa þær afleiðingar að Dabbi og co munu ekki lengur geta ráðið því hverjir fái kvótann og hvernig honum skuli úthlutað, þ.a.l. mun LÍÚ og Samherji og þetta hyski missa af sinni fríu áskrift að fjöreggi þjóðarinnar og missa þau forréttindi að gera með landsins auðæfi eins og þeim hentar. Hmmmmm.......kanski er aðild að ESB og ósjálfstæði þjóðarinnar ekki svo slæmt.........
hægrislagsíðaÉg er nú svona á síðasta snúningin hvað geðheilsuna varðar.....jú það er bara þetta same old same old skóla drasl..... þannig að ég er óneitanlega búinn að var eilítið mikið í netheimum þar sem ég hef verið að kynna mér hinar ýmsustu skoðanir...... í stuttu máli þá virðist sem hægrilingar þessa lands séu eitthvað pínu spældir í sambandi við þetta DV mál..........eru með svona yfirlýsingar eins og "Illugi Jökulson er bara besefi og skítakall sem á ekkert erindi að stjórna blöðum" .....eða " mér þætti gaman að sjá listan yfir þá sem ætla að vera áskrifendur að þessu illugaröfli."..... er þetta ekki bara svekkelsi og pirringur þeirra bláu yfir því að enn styrkist hið frjálsa afl fjölmiðlanna ..... og hvað gera þeir í pirringskastinu ... jú jú þeir reyna að búa til einhverja illa samsoðna kenningu um að gríðarleg hætta stafi af valdsöfnun og þeim ítökum sem geðsjúkir rótæklingar séu búnir að ná í íslensku atvinnu lífi .... með þessu áframhaldi verði ekkert eftir hér á klakanum nema rjúkandi rústir eftir nokkur ár ef þessi öfl fá að leika lausum hala.... SPÆLDIR...... litlu blámennirnir eru bara svekktir að þeirra ömurlega úrelta fyrirgreiðslupólitík er að renna sitt skeið ... hagsmunirnir af að vera í flokksbasli sjálfstæðisflokksins munu minnka...... engin garanteruð embætti fyrir alla maurana ..... það var líka kominn tími til að þessir hottintottar fengju spark í bossan ... vonandi virkar þetta hvetjandi. .. verði til enn meiri breytinga í þesu úldna bananalýðveldi sem við lifum í !!!!!! Hvurskonar ignorant fávitaskapur er það þegar verið er að´gagnrýna ráðningu ritstjóra á blaði að meiri hluti tímans fari í að æsa sig yfir því hvernig vikomandi sé tilk fara. Ég spyr nú bara hvern andskotan skiptir það mig máli hvort þessi blessaði maður sé eins og reytt hænsn ef hann getur skilað góðri vinnu og skemmtilegri blaðamennsku..ekki veitir nú af að krydda aðeins þetta snauða fjölmiðlalandslag sem við höfum hér á landi.... MEIRI RÖK MINNI PERSÓNUÁRÁSIR OG NÝÐINGSKAP UM SAKLAUST FÓLK.......

mánudagur, nóvember 10

"góð helgi mar´"

Helgin varð alveg hreint stór góð.... þó að hún hefði ekki lofað neitt sérstaklega góðu svona framan af....EFtir mikla syrpu yfir námsbókinni var tekið upp léttara hjal á laugardaskveldið og haldið í 25 ára ammæli hjá Hildi (frú Teitur) geðveikt fínt boð .....fulltaf kokteilum og bollu og snittum....og svo var drukkinn ótæpilegur bjór.... aðp vanda....seinni hluti kvöldsins er reyndar þokukenndur en það var nú samt gaman. Gamanið fór ekki að kárana fyrr en daginn eftir því þá upplifði ég mestu þynku sem ég hef upplifað í mörg ár!!!!! GUÐ MINN GÓÐUR þetta var hærðilegt.....og verður til Þess að ég mun ekki koma nálægt skemmtana haldi í þónokkurn tíma..... usss ég veit ekki hvað var í þessum kokteilum en þeir voru djöfull góðir...þannig að það hlítur að hafa verið eitthvað leyniefni sem gerir drykki góða en þynnku stóra!!!! það er svona fyrst núna sem að maður er að komast í eitthvað svipað form óg fyrir .....í einu orði sagt....geðveikt kvöld.....alltof erfip þynka.....nú verður það fæðingarpása á djamminu......maður fer kannski að stunda samkomur í fíladelfíu og bingó í vinabæ!!!! en þanga'ð til næst kæru vinir..... kveður Pattinn

laugardagur, nóvember 8

Ýmir fundinn!!!
Mikil ráðgáta hefur umlukið hvarf Ýmis af vefnum. Maðurinn sem eitt sinn fór mikinn sem fréttaritari Huppunnar hvarf einn daginn sporlaust og sagan hermir að hann hafi einnig horfið af vettvangi bæði í HR og Heimdalli. Spurningin ein stóð eftir, hvar er Ýmir???
Grísinn sem mósar var ekki sáttur við sporlaust hvarf vinar síns og fór því að rannsaka betur aðstæður er umkringdu brotthvarf Ýmis. Dagsetningin var t.d. mjög dularfull, en um svipað leyti og Ýmir hvarf flyktust menn til Hótel Loftleiða í einhverjar áheyrendaprufur. Grísinn minntist einnig gamals gítars sem FUGO menn gáfu tröllinu í gamla daga og virðist sem sú gjöf hafi kveikt einhverja stjörnuþrá í okkar manni. Eftir miklar rannsóknir komst grísinn sem mósar að því að Ýmir virðist lifa tvöföldu lífi!!!!!
Annars vegar er Ýmir hið gamla góða tröll sem við allir þekkjum og elskum

Þennan mann þekkjum við vel en Ýmir er ekki allur þar sem hann er séður, það er annar persónuleiki í þessum sama líkama!!!!

Ýmir skapaði sér alter-egoið Arnar Dór til að geta tekið þátt í IDOL án þess að skaða framboð hans í Heimdalli. Þegar það fór illa virðist hann hafa snúið sér alfarið að tónlistinni og nýja nafninu og getum við séð hann í söngleiknum Línu Langsokki þar sem hann leikur og syngur sem apinn hr.Niels.

P.s. fróðir menn geta einnig séð Tengslin milli nafnanna Arnar Dór og Ýmir Örn. Dór er nefninlega nafn á þursi líkt og Ýmir og tengslin milli Örn og Arnar þarf vart að útskýra og tel ég þetta vera máli mínu til frekari sönnunar.
DV

Var nú alveg bráðnauðsynlegt að lífga þennan djöfuldóm við?

ÞAÐ LAS ENGINN DV!

Þess vegna fór það á hausinn.

Það var einlægur vilji þjóðarinnar að losna við þessa voluðu papírusóværu, sem með ofvöxnum flennifyrirsögnum sínum komst upp með að níða og svína á saklausum borgurum svo allt of lengi.

Það er enginn ekkisens 'sjónarsviptir' af þessum rauðröndótta skeinipappír. Það grætur enginn 'þriðju röddina', sem sjaldnast gerði annað en fara með óígrundað fleipur og smáauglýsa löngu selda hluti.

Landsmenn ærðust af fögnuði þegar þetta svíðingabákn fór á hausinn fyrr í vikunni - en nei. Þá koma drambfylltir fréttablaðsmerðirnir með falda fjársjóði sína og lífga ófreskjuna við.

Svei ykkur bar.............

varð að deila þessu með ykkur skemmtilegur punktur.....

PATTINN

föstudagur, nóvember 7

Nú tíðkast þau hin stóru orðin...
Ég bít á agn pattans. Það er ekki að furða að litli friðarsinnaði vinstripúkinn hann Gautur skilji ekki leiða okkar skotveiðimanna yfir því að okkur sé meinað okkar helsta gaman, jú nebbla að skjóta rjúpur. Málið er að það er verið að taka frá okkur eina sterkustu jólahefð okkar Íslendinga, þetta er svipað og að banna gyðingum að vera með kollhúfur og að banna Gauti að nöldra. Rjúpurnar og veiðar og át á þeim eru jafntvinnuð jólunum og jólatréð og jólasveinarnir. Ég væri til í að sjá hvort Pattinn væri brosandi ef hann fengi raunverulega bara kartöblur og blóðmörskepp á aðfangadag og væri bannað að hafa jólatré og jólaseríur. Og ég man ekki eftir neinum Helga á jólunum heima hjá mér!

Ég skal reyndar verið sammála Pattanum varðandi Gunnar Kepp Birgisson. Hann og Pétur Blöndal eru einir mestu hentistefnupólitíkusar sem ég hef vitað um. Það er raunverulega þessum mönnum að kenna að rjúpnaveiðibannið kom til. Afhverju? jú vegna þess að það voru þessir keppir sem komu í veg fyrir að sett væri sölubann á rjúpu í fyrra með þeim rökum að það væri réttur hvers manns að selja sína vöru og að frjáls markaður yrði að fá að vera í friði og blablablabla....... Núna eru þessir sömu menn að reyna að fá sölubann til að leyfa veiðar á rjúpunni. Það er augljóst að þessir aumu plebbar hafa alltaf keypt sínar rjúpur(ekki get ég ímyndað mér Gunnar Birgisson labba á fjöll) og vildu því ekki leyfa sölubann í fyrra en nú eru þeir desperate að fá í gegn leyfi til að aðrir geti skotið rjúpur handa þeim. Ég mæli með að rjúpnaveiðar verði leyfðar, sölubann verði sett á og bann við því að gefa Gunnari Birgissyni og Pétri Blöndal Rjúpur. Þeir eiga ekki skilið að fá góðan jólamat.
Rjúpa
Ekki var við öðru að búast en skotbjálfar myndu mótmæla banni við rjúpnaveiðum. Þeir þurfa nefnilega að fá útrás fyrir hermannakomplexinn sinn með því að spaðskjóta illfleygan hænsnfugl sitjandi á steini. Hvað eiga þeir nú að taka til bragðs? Lesa bók? Ganga á fjall? Fara með börnin sín í Húsdýragarðinn? (það væri reyndar til að æra óstöðugan að sjá allt það kjöt sem þar fer til spillis).

"Það eru engin jól án rjúpu", baula þeir svo hver upp í annan. Eiga þessir menn ekki fjölskyldur til að gleðjast með? Engan sem þeir geta gefið lítinn pakka? "Engin jól" - vesalings mennirnir, blessaðar karltuskurnar. Er nú ljóta kellingin í umhverfisráðuneytinu búin að eyðileggja fyrir þeim jólin? Sjálfur myndi ég sætta mig við gulrót og blóðmörskepp á aðfangadag, það myndi ekki breyta neinu um gleði og helgi jólanna.

Og hvað er með þennan Gunnar Birgisson? Nú hefur hann kvatt sér hljóðs á Alþingi 9 sinnum á yfirstandandi þingi, eingöngu til að tjá sig um tillögu sína um að rjúpnaveiðibannið verði tekið aftur. Önnur mál koma honum ekki við, ekki frekar en önnur mál en hnefaleikar komu honum við á síðasta þingi.
Hann og félagar hans nokkrir vilja ganga þvert á ítarlega rökstuddar og ígrundaðar tillögur sprenglærðra sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar. Þeir vita sumsé betur. Tilhvers í grængolandi fjáranum er yfirhöfuð verið að halda úti slíkum stofnunum ef ekki er tekið mark á ráðgjöf þeirra? Vilja Gunnar og vinir hans ef til vill leggja slíkar stofnanir niður?

Skellið ykkur bara í paintball og étið svo kjúkling um jólin - nóg er til af honum.
ASNAR!!!!

miðvikudagur, nóvember 5

Pattinn fagnar þessum skemmtilegu breytingum sem orðið hafa á Fugóinu þetta eru löngu tímabærar breytingar og eru menn sáttir. Verst að enginn nennir orðið að skrifa hérna. Ég vil þó benda síðasta ræðumanni á að þetta sníst ekki um hvað er að frétta hjá manni......það vita allir að það er aldrei neitt að frétta þetta sníst um buldið og hvenig maður kemur frá sér almennum tjáskiptum um lífsins gagn og nauðsynjar...nei ég segi nú bara svona ég hef svo sem ekki hugmynd hver svegna maður finnur sig knúin tila ð skrifa eitthvað bul einhver staðar þar sem enginn les það...veit ekki þetta er einhver svona dagbókarpæling......hins vegar vil ég láta í ljós óánægju mína með nafngift þá sem krumminn hefur valið heimil Pattans í netheimum..jú pattinn hefur lengi haldið út sínu per´sonulega bloggi sem hann hefur haldið leyndu.....en nú er það sum sé linkur á þessari nýju síðu og hefur Krumminn kosið að kalla það vinstrisinnað Gautsnöldur.....sem er rangnefni..þetta er ekkert vinstrisinnað þvert á móti............margur heldur mig sig.......segi ég nú bara ....því þó að þú sért fanatískur gæsavinur sem elskar tré og berjatínslu fram yfir framþróun í samfélaginu ásamt félögum þínum í VG Krummi þá er óþarfi að vera að klína þessum ófögnuði upp á saklausa jafnaðarmenn sem eru bara að bölsótast í sínu horniu....Pattinn kveður.

mánudagur, nóvember 3

Vetur konungur er svo sannarlega búinn að taka öll völd. Grísinn sem mósar þarf að vaða snjó uppí herðablöð til að komast í skólann og ég sá kött með snjóþrúgur áðan.
Helgin lék mann nokuð vel. Reyndar byrjaði asnalega. Fólk á Bifhárinu virðist eitthvað hafa misskilið þegar það frétti að grísinn væri að fjölga í mannkyninu því þegar það fréttir að grísinn og spúsa hans séu að fara að keyra til Reykjavíkur þá hlaupa allar einstæðar mæður staðarins til og troða inná mann sínum pottormum. Bíllinn var fylltur af litlum ormum sem allir voru að fara heim í pabbahelgi og saklausi ég var í sendiferðum með annara manna börn um allan Kópavog.
Gott og vel......grísinn og spúsa hans búin að skila öllum krökkum til sinna réttra eigenda og hugðu á rólegt kvöld, kanski bíóferð...but nooooo........neyðarkall frá frænda Helgu olli því að við eyddum kvöldinu í að passa tvær litlar dætur hans. Ég skal viðurkenna að fyrst var ég grautfúll yfir þessari skyndiákvörðun, en svo þegar á hólminn var komið var þetta brilliant kvöld. Það er merkilegt hvað börn taka mér öðruvísi nú en fyrir ári síðan. Ég var varla kominn inn í húsið þegar lítil 7 ára skotta stekkur á mig og það mátti ekki gera neitt nema ég væri með í því og þegar mynd var skellt í tækið þá vildi hún hverrgi sitja nema í fangi gríssins sem mósar.......hljómar kanski ekkert spes, en þvílíkan pabbafíling fékk maður!!!!
Verð að segja að þetta var eitt ánægjulegasta kvöld í langan tíma. Sem plús við þetta allt þá vaknaði litla eins árs dóttirin og það var bara of gaman að sjá Helgu með svona lítið dýr í fanginu.......

sunnudagur, nóvember 2

ÆÆÆ elskurnar mínar, hvaða skelfilegi kuldi er þetta eiginlega...ég get svarið fyrir að liðamótin á mér voru frosin föst þérgar ég vaknaði í morgun í klakahöllinn!! (ég kís að kalla svefnherbergið mitt þessu ágæra nafni þar sem ekki er um kyndingu að ræða í umræddu herbergi.) Maður þarf að fara að setja sig í stellingar til að reyna að koma þessu í lag....en þeir sem þekkja mig vita að ég er nú ekkert ´sa handlagnasi í heiminum..þetta er svon ameira viljinn fyrir verkið.........tók eftir þ´vi um daginn að húsið mitt heitir Von!!!!!! ekki slæmt það ......veitir ekki af að hafa svoldið fallegt nafn á klakahöllinni.
Anyways..þá er þetta búin að vera ágætis helgi.....byrjaði á fimmtudegi með smá ölsopa....það er eitthvað sem gerist alltof sjaldan í seinni tíð að menn skelli sér í bjórsopa á fimmtudögum....svo var það bara letin á föstudag.....reyndar eithvað lærat en áhugin var svo lítill að ég ákvað að skúra og þrífa salernið í Voninni fremur en að læra. Föstudaskveldið fór svo í meira bjórþamb og spilerí.....helvíti fínt umm tvö leytið um nóttina koma svo einsi og dró okkur á púbbinn mjög fínt!!!! langt síðan ég hef farið á pubinn.. við vorum þar fram eftir nóttu svo var spreðað í petsu....helvíti fínt....svona er þetta nú notalegt líf....bara svona tjill og hugguleg heit..það er líka eins gott að reyna að njóta þess svona á meðan maður getur...... !!!!! maður veit aldrei hvað kemur fyrir mann.

ADIEU PATTINN