mánudagur, nóvember 3

Vetur konungur er svo sannarlega búinn að taka öll völd. Grísinn sem mósar þarf að vaða snjó uppí herðablöð til að komast í skólann og ég sá kött með snjóþrúgur áðan.
Helgin lék mann nokuð vel. Reyndar byrjaði asnalega. Fólk á Bifhárinu virðist eitthvað hafa misskilið þegar það frétti að grísinn væri að fjölga í mannkyninu því þegar það fréttir að grísinn og spúsa hans séu að fara að keyra til Reykjavíkur þá hlaupa allar einstæðar mæður staðarins til og troða inná mann sínum pottormum. Bíllinn var fylltur af litlum ormum sem allir voru að fara heim í pabbahelgi og saklausi ég var í sendiferðum með annara manna börn um allan Kópavog.
Gott og vel......grísinn og spúsa hans búin að skila öllum krökkum til sinna réttra eigenda og hugðu á rólegt kvöld, kanski bíóferð...but nooooo........neyðarkall frá frænda Helgu olli því að við eyddum kvöldinu í að passa tvær litlar dætur hans. Ég skal viðurkenna að fyrst var ég grautfúll yfir þessari skyndiákvörðun, en svo þegar á hólminn var komið var þetta brilliant kvöld. Það er merkilegt hvað börn taka mér öðruvísi nú en fyrir ári síðan. Ég var varla kominn inn í húsið þegar lítil 7 ára skotta stekkur á mig og það mátti ekki gera neitt nema ég væri með í því og þegar mynd var skellt í tækið þá vildi hún hverrgi sitja nema í fangi gríssins sem mósar.......hljómar kanski ekkert spes, en þvílíkan pabbafíling fékk maður!!!!
Verð að segja að þetta var eitt ánægjulegasta kvöld í langan tíma. Sem plús við þetta allt þá vaknaði litla eins árs dóttirin og það var bara of gaman að sjá Helgu með svona lítið dýr í fanginu.......

Engin ummæli: