föstudagur, nóvember 14

Smérið hans Gunna er nú eitthvað farið að bráðna.

Gunnar fer hér stórum í pistli sínum um ágæti þess að ganga í ESB. Það er greinilegt að hann er hreinræktaður samfylkingarmaður, þar sem málflutningur hans litast af frösum og setningum sem étnar eru upp eftir öðrum. Ég verð að segja að ég efast stórlega um að hæstvirtur Gunni hafi yfir höfuð kynnt sér þessi mál neitt að viti....hefurðu t.d lesið EES sáttmálann.....svo þú getiur nú gert þér grein fyrir hvernig hann þjónar okkur...hefur kynnt þér hvernig valdablokkin er í brussel hvernig valdinu milli bandalagsþjóða er skipt.....ég bara spyr....
Það er gott og blessað að vera með læti yfir há matvöruverði og dýrum kjúklingi....ég verð að segja að ég efa að þetta eigi eftir að lækka með inngöngu í ESB.....og það yrði nú ekki beisið landði sem við myndum bjóða börnunum okkar ef allir bændur væru bara leystir frá störfum á einu bretti og fluttir í blokk í grafarholtinu..... nei það gegnur ekki.....
Það eru skelfilega léleg rök að segja að vegna smæðar aðildarlanda EES þá sé hann bara prump og gangi aldrei......ég veit ekki betur en að hann gangi alveg hreint bærilega.....ef gunni hefði kynnt sér út á hvað EES samningurinn gegnur þá myndi hann vita að samningurinn er svona eins konar allt fyrir ekkert samningur....við fáum allt það góða frá ESB og þurfum ekki að láta sjávarútvegsráðherra ESB stjórna fiskveiðum og þurfum ekki að gangast undir landbúnaðarstenfu sambandsins..... þá kemur þessi þreytti leiðindapunktur...."en við erum nú þegar búin að fórna 70-80% af sjálfstæði landsins....bíddu þetta er nú bara eins gáfulegt og að segja "djöfull ég er búinn að missa framan af þumlinum ....best að taka bara hendina af við öxl!!!!..... auk þess sem samningurinn er uppsegjanlegur..og okkur er frjálst að taka afstöðu til þeirra mála sem við erum ósátt við og bera fyrir EES nefndina ...og svo að endingu fer ákvörðunin fyrir alþingi þar sem gert er ráð fyrir að fólk sem við höfum kosið yfir okkur taki ákvörðun um frumvörp!!!!......
Svo kemur þessi fallega ræða um einhverj astyrktarpeninga og gleði´sem felst í því algleymi sem aðild að ESB er ......þetta verða einhverjar skitnar milljónir á ári sem fara í borgarleikhúsið..... annars verða þetta aðalega fjárútlát fyrir okkur þar sem við eru ó´9i hópi ríkari þjóða bandalagsins...þrátt fyrir smæð...(og ekki láta ykkur dreyma um að við fáum einhven sérdíl af þ´vi að við erum svo kúl og með sigurrós á kantinum......framkvæmdastjórn ESB er ekki með sigurrós á kantinum og hefur engan séstakan áhuga á okkur...við erum ekki spes).....
Svo lengi sem EEs samningurinn er við líði...þrátt fyrir smá landamnæradeilur eins og eru í gangi núna... þá er ekki spurning í mínum huga við eigum frekar að halda því samstarfi áfram.....óháð einhverju hevlítis fullveldis bulli sú hugsjón er ekki til.....
P.s auk þess myndum við hafa mjög lítil áhrif ..þar sem t.d í effrópuþinginu eru um 700 þingmenn við fengjum svona 6
auk þess fengjum við ekki setu í ráðherra ráðinu....... plús það að nú er verið að taka fullt a´f nýjum ríkjum inn í ESB og það er því nokuð ljóst að ekki verða tekinn fleiri inn fyrr en fí fyrsta lagi eftir svona 10 ár....þannig að Gunni og félagar.....tjill!!!! all in good time

PATTINN

Engin ummæli: