Ýmir fundinn!!!
Mikil ráðgáta hefur umlukið hvarf Ýmis af vefnum. Maðurinn sem eitt sinn fór mikinn sem fréttaritari Huppunnar hvarf einn daginn sporlaust og sagan hermir að hann hafi einnig horfið af vettvangi bæði í HR og Heimdalli. Spurningin ein stóð eftir, hvar er Ýmir???
Grísinn sem mósar var ekki sáttur við sporlaust hvarf vinar síns og fór því að rannsaka betur aðstæður er umkringdu brotthvarf Ýmis. Dagsetningin var t.d. mjög dularfull, en um svipað leyti og Ýmir hvarf flyktust menn til Hótel Loftleiða í einhverjar áheyrendaprufur. Grísinn minntist einnig gamals gítars sem FUGO menn gáfu tröllinu í gamla daga og virðist sem sú gjöf hafi kveikt einhverja stjörnuþrá í okkar manni. Eftir miklar rannsóknir komst grísinn sem mósar að því að Ýmir virðist lifa tvöföldu lífi!!!!!
Annars vegar er Ýmir hið gamla góða tröll sem við allir þekkjum og elskum
Þennan mann þekkjum við vel en Ýmir er ekki allur þar sem hann er séður, það er annar persónuleiki í þessum sama líkama!!!!
Ýmir skapaði sér alter-egoið Arnar Dór til að geta tekið þátt í IDOL án þess að skaða framboð hans í Heimdalli. Þegar það fór illa virðist hann hafa snúið sér alfarið að tónlistinni og nýja nafninu og getum við séð hann í söngleiknum Línu Langsokki þar sem hann leikur og syngur sem apinn hr.Niels.
P.s. fróðir menn geta einnig séð Tengslin milli nafnanna Arnar Dór og Ýmir Örn. Dór er nefninlega nafn á þursi líkt og Ýmir og tengslin milli Örn og Arnar þarf vart að útskýra og tel ég þetta vera máli mínu til frekari sönnunar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli