laugardagur, nóvember 22

HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞENNAN BANKAÓSÓMA.
Á virkilega að láta þessa déskotans mafíósa sem "stjórna" bönkunum komast upp með að ræna okkur, þegna þessa lands sem af samviskusemi borgum okkar skatta og geymum það litla sem eftir er í sömu bönkum gegn svimandi gjaldi?!

Á andskotann ekkert að gera í málinu? Jú, nú þusar Valgerður í útvarpi - hún er náttúrulega alveg steinhissa á því að prýðisdrengirnir sem hún færði bankana á silfurfati skuli nú maka krókinn á kostnað almennings. Svei!

Ég er viðskiptavinur Búnaðarbanka og hef verið frá fermingu. Faðir minn er líka viðskiptavinur Búnaðarbanka og hefur verið frá fermingu og afi minn var það frá stofnun bankans.

Á mánudaginn verð ég hinsvegar orðinn viðskiptavinur SPRON - eða kannski ég geymi bara peningana mína undir koddanum, þetta eru allt sömu drullusokkarnir.
Svei!

Engin ummæli: