sunnudagur, nóvember 30

Öl
Nú þar sem að allt of langt er síðan að ég skrifaði síðast þá ákvað ég að bridda upp á klassísku FUGO málefni.... hver er besti vinur FUGO? ÞAð er sjálft ölið sem að tekið er fyrir. Sumir okkar drekka e.t.v. ekki jafn mikið og þeir gerðu áður en þeir sakna þess samt... sama hvort þeir viðurkenni það eða ekki. Það er sagt að það sé engin vara sem viðskiptavinir séu trúrri en ölið sitt. Sjálfur verð ég að viðurkenna að ég er hálfgerð hóra í þessu málefnum... ég er nefnilega alls ekki trúr minni tegund. Í sumar var það Faxe, verðið heillar, á undan því var það Miller, Tvist tap gerði góða hluti, þar á undan Carlsberg, ég man ekki alveg afhverju, hvað kom þar á undan man ég ekki en ég veit að ég byrjaði í Heineken, hey ég var 16 við vorum allir vitlausir og óþroskaðir. Nú vill það svo illa að í seinni tíð hefur stefna verið tekin á minni bjórdrykkju en það takmark hefur aldrei náðst. Afhverju stefni ég á minni bjórdrykkju? Jú málið er nefnilega það að ég er ekki lengur 18 og 6000 kkal af öli vikilega hoppa á magan á mér og ef þetta minnkar ekki þá fer ég að hafa eitthvað sameiginlegt með "the Goodyear blimp". Jæja það er alla veganna pása fram til 20.des, vegna prófa, en ég veit að þið hinir verðið fullir alveg fram á Þorlák, nema Jói hann er líka í HÍ.
Annars þurfum við að halda í Þorláks hefðina okkar og einhver hetja þarf að taka að sér að pannta borð. Veit ekki með ykkur ég ég kem til með að mæta.... það að vera blankur er slæm afsökun.... panntið ykkur bara forrétt eða einn öl og reynið að vera trúir ykkar tegund.

Engin ummæli: