Heilir og sælir
Það gleður mitt litla hjarta að sjá þessa pólitísku umræðu hér á okkar ástsæla vef. Og djöfull er ég sammála ykkur. Það er alveg merkilegt hvað litlu sjallapúkarnir eru hræddir við allt sem ekki er málað blátt og dirfist að vera hugsanlega ekki alltaf 100% sammála Dabba og co. Þeir hlaupa til og öskra kommúnisti um leið og einhver gagnrýnir núverandi stjórn og eru að reyna að knýja fólk til liðs við sig með hræðsluáróðri þess efnis að land okkar og velferð muni hrynja og Íslendingar hneigjast til mannáts ef ekki hægri menn eru ritstjórar fjölmiðla landsins.
Varðandi punkt Gubbergs um sjálfstæði okkar hef ég einnig nokkrar skoðanir. Íslendingar eru skíthræddir við að ganga í ESB því þá missum við yfirráð yfir landbúnaðarstefnu okkar, og það sem mikilvægara er, sjávarútvegsstefnunni líka. Þetta eru góðog gild rök, enda börðumst við hetjulega til að eignast yfirráð yfir þessum sjávarmiðum og viljum nýta þau sjálf. Hins vegar er soldið sniðugt að sjá hverjir eru hvað hræddastir við inngöngu í ESB. Jú, það eru Dabbi og hans menn, hvers vegna spyrjið þið? Jú vegna þess að LÍÚ eru hræddir við það og eins og þið vitið þá ráða þeir hvað mestu um stefnu sjallaballanna. Ef að Ísland gengur í ESB þá mun það hafa þær afleiðingar að Dabbi og co munu ekki lengur geta ráðið því hverjir fái kvótann og hvernig honum skuli úthlutað, þ.a.l. mun LÍÚ og Samherji og þetta hyski missa af sinni fríu áskrift að fjöreggi þjóðarinnar og missa þau forréttindi að gera með landsins auðæfi eins og þeim hentar. Hmmmmm.......kanski er aðild að ESB og ósjálfstæði þjóðarinnar ekki svo slæmt.........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli