miðvikudagur, nóvember 26

Heilir og sælir
Pattinn hefur lög að mæla, menn hafa alls ekki verið nægilega duglegir að blogga á okkar ástkæru síðu.
Grísinn sem mósar hefur reyndar verið svo djöfullega upptekinn að ég hef varla neitt merkilegt að blogga. Sýndi reyndar fádæma dugnað síðustu helgi sem byrjaði þó á fimmtudagskvöldinu. Þá kláraði ég þrjú verkefni og gerði tvær ritgerðir fyrir systur Helgu í menntó.
Á föstudeginum fór ég og betri helmingurinn að skoða húsgögn, og fjandinn hvað allt kostar fáránlega mikið. Það er eins og maður eigi að sitja á pappakössum og borða af gólfinu miðað við hvernig er rukkað fyrir þetta. Samt tókst okkur Helgu að kaupa okkur borðstofuborð og sófa, og men hvað nýji sófinn minn er þægilegur, ég gæti flutt í hann. Dugnaðinum er ekki lokið því grísinn fór mikinn sem smíðagrís og gerði upp gamalt sófaborð og kom því fyrir uppi. Enn var hann að því hann henti út gamla hvíta viðbjóðslega sjónvarpsskápnum og setti inn nýjann sjónvarpsskáp úr kirsuberjavið(hljómar geggjað fancy, en er í raun bara gamli skápurinn hennar mömmu).
Nú verða FUGO meðlimir bara að kíkja í heimsókn og skoða ósköpin, en þetta er ekki búið, því íbúðin verður tekin til gagngerrar endurbóta í jólafríinu.........sjálfboðaliðar óskast....

P.s. Gubbi Nerg er moldvarpa

Engin ummæli: