föstudagur, nóvember 7

Nú tíðkast þau hin stóru orðin...
Ég bít á agn pattans. Það er ekki að furða að litli friðarsinnaði vinstripúkinn hann Gautur skilji ekki leiða okkar skotveiðimanna yfir því að okkur sé meinað okkar helsta gaman, jú nebbla að skjóta rjúpur. Málið er að það er verið að taka frá okkur eina sterkustu jólahefð okkar Íslendinga, þetta er svipað og að banna gyðingum að vera með kollhúfur og að banna Gauti að nöldra. Rjúpurnar og veiðar og át á þeim eru jafntvinnuð jólunum og jólatréð og jólasveinarnir. Ég væri til í að sjá hvort Pattinn væri brosandi ef hann fengi raunverulega bara kartöblur og blóðmörskepp á aðfangadag og væri bannað að hafa jólatré og jólaseríur. Og ég man ekki eftir neinum Helga á jólunum heima hjá mér!

Ég skal reyndar verið sammála Pattanum varðandi Gunnar Kepp Birgisson. Hann og Pétur Blöndal eru einir mestu hentistefnupólitíkusar sem ég hef vitað um. Það er raunverulega þessum mönnum að kenna að rjúpnaveiðibannið kom til. Afhverju? jú vegna þess að það voru þessir keppir sem komu í veg fyrir að sett væri sölubann á rjúpu í fyrra með þeim rökum að það væri réttur hvers manns að selja sína vöru og að frjáls markaður yrði að fá að vera í friði og blablablabla....... Núna eru þessir sömu menn að reyna að fá sölubann til að leyfa veiðar á rjúpunni. Það er augljóst að þessir aumu plebbar hafa alltaf keypt sínar rjúpur(ekki get ég ímyndað mér Gunnar Birgisson labba á fjöll) og vildu því ekki leyfa sölubann í fyrra en nú eru þeir desperate að fá í gegn leyfi til að aðrir geti skotið rjúpur handa þeim. Ég mæli með að rjúpnaveiðar verði leyfðar, sölubann verði sett á og bann við því að gefa Gunnari Birgissyni og Pétri Blöndal Rjúpur. Þeir eiga ekki skilið að fá góðan jólamat.

Engin ummæli: