sunnudagur, desember 11

andinn og efnið - sunnudagshugvekja á aðventunni


Páfinn er töff. Hann er alveg með þetta. Rétt hjá honum að andinn hafi bara yfirgefið pleisið og skilið efnið eftir í tómu sukku. Allavega þá er andinn í mikillri hættu sem stafar frá efninu. Hættulegt efni, svona andefni. Dettur manninum kannski ekki í hug að það er andi jólanna sem er að stuðla að allri þessari efnishyggju? Nei, andinn á að vera bara staðlaður að pápískrifyrirmynd; íhugun og reykelsi með myrru en gullið er afþakkað. Ekki nema von að þetta er flókið og erfitt að vita hvernig maður á að haga sér. Maður á að vera góður og gefa gjafir á jólunum ásamt því að þiggja í hógværð gjafir annarra því það geta ekki allir verið að gefa og engin að þiggja. En maður má víst ekki halda of mikið upp á þetta því þá verður stemmningin yfirborðskennd sem er klént og það vill páfinn ekki. Gjafirnar mega heldur ekki vera of dýrar því það er snobb og bara forsetinn má snobba. Svo má ekki undirbúa jólinn of mikið því þá gleymast börnin en þetta er einmitt allt gert fyrir börnin, ekki jesú. Samt verða börnin að vita að fæðing jesús hafi verið merkilegt og hann góður gaur og þá mega jólinn ekki vera of hverdagsleg og leiðinleg.
Ekki nema von að andinn sjálfur sé að gefast upp á þessu og orðinn andfélagslegur. Ekki ég. Ég og minn andi erum í góðum fíling og ætlum að hafa efnið alveg eins og við viljum hafa það og hlustum ekki á hvernig aðrir eru að missa sig í því hvernig halda eigi jól.
Veit ekki með ykkur en ég er búinn að pússa skóinn minn fyrir nóttina.

Engin ummæli: