miðvikudagur, desember 21

Jólahugvekja Pattans


hef setið þögull og bölvandi í hjartanu í jólatraffíkinni í Reykjavík undanfarna daga. hlustandi á taugatrekkjandi jólalög. Athyglivert hversu hröð og ergjandi mörg þessi lög eru. T.d "meiri snó meiri snjó meiri snjó" og jólin eru að koma með Jónsa fucking guy. hann stóð einmitt uppi á broði í Hagkaup í Kringlunni nú rétt í þessu þetta er nú meiri djöflemergurinn .... með fáránlega stuttar lappir. Flottur. Ég er einhvern veginn lítið stefndur fyrir jólin, Jú jú búinn að kaupa gjafir. hefði samt alveg verið til í að borga bara reikninga og eitthvað ... búinn að drekka kakó og hlusta á jólalög. held að jólin komi bara ekki ár..... reyndar koma þau alltaf svona um kl 6 á aðfangadag. Spurning um að skella sér bara í kirkju á aðfangadag. Maður verður alltaf svo bljúgur í kirkju. Það er gott að vera hátíðlegur og mjúkur á aðfangadag. Þá kannn maður að meta þá góðu hluti sem manni hafa verið gefnir í lífinu. Það er mikilvægt. Viðburðarríkt ár senn að baki. Áfram rúllar boltinn og ekkert stöðvar hann. Vonandi eru flestir komnir áleiðis með þau heit sem strengt voru í ölæði síðasta gamlárskveld. En svo mikið er víst að undirritaður lætur aldrei sitt eftir liggja þegar áramótaheit eru annars vegar. Mörg heitin hafa verið strengt en dá haldið. Drepið hefur verið í síðustu retturnni ´nýjársdag svona síðastliðinn 6 ár. Í fyrra skellti ég mér í ræktina en hef eitt lúnganu af árinu í að styrkja Bjössa í WC án þess að mæta nokkurtíma sjálfur. EN nú stendur allt til bóta..... nýtt upphaf nýtt ár tækifæri til að byrjaúppá nýtt gera hlutina sem maður hafði ekki tækifæri til.

næst á dagskrá er hins vegar hátíð Áts og friðar ( nema fyrir meltinguna sem á ekki 7 dagana sæla með allt þetta reykta svínakjöt og fokking hangikjötði) Vona að þið njótið vel kæru vinir og hafði það sem allra best.

ATH hvað verður brallað á gamlárs?? spurning um hitting hugsanlegt ball?

... Hlakka til skötuveislunar á föst kl hvað eigum við að segja 13.....14?? þakka öllum fúgó mönnum og konu kærlega fyrir skemmtilegheit síðastliðinn föstudag. Orri fær stórt prik í kladdan fyrir snyrtilega túlkun á okkur bakkabræðrum í tímamótamyndinni "road to nowhere" sem hægt verður að kaupa í netverslun FUGO vonbráðar. Meira svona !!!!! hehe

Annars sendi ég öllum vinum okkar velunnurum og öðrum hugheilar jóla og nýjárskveðjur hittumst öll heil á nýja árinu og vonum það beri með sér frekari gleði og hamingju fyrir FUGO og þeirra slekti.

Ykkar einlægur

Gautur

Engin ummæli: