fimmtudagur, desember 8

völundarhús hins júridíska þankagangs.


Á tillidögum eru löglærðir menn sem skara fram úr á sínu sviði oft nefndir júrista ( við skulum kalla þá lögspekninga) Sigurður Líndal hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra júrista og hefur fengið þann vafasama heiður að vera kallaður lagabrekka ( sbr. mannvitsbrekka) Mig langaði mikið að vera lagabrekka og spekúlant þegar ég hóf laganám á sínum tíma. Fannst ég vera samt ferlega týndur eitthvað í völundarhúsi hins júridíska þankagangs. Sá ekki lausnina á þessu, svo las ég grein eftir aðra annálaða lagabrekku Davið Þór BJörgvinsson. Sem gerði mér ljóst að þetta er ferlega einfalt. eins og allir vita er þetta ferli ferlega einfalt. júridíska niðurstöðu verður að byggja á réttarreglu (má ekki vera geðþóttaákvörðun eins og t.d úthlutun úr kvikmyndasjóði.) Allir vita að til að til að skilja réttarreglur frá örðum reglum verður að líta til þess hvort viðkomandi regla sér reyst á gildri réttarheimild. í versta falli má alltaf láta sér detta eitthvað sniðugt, sanngjarnt og réttlátt í hug og kalla það eðli máls. Þeim sem dettur svo ekkert sniðugt í hug geta bara lagt stund á eitthvað annað nám, t.d læknisfræði. Það er víst lítið annað en ófrjó úttekt á staðreyndum eins og læknaprófessorinn í Harvard sagði. Ef þú ert enn að lesa ertu annað hvort laganemi eða geðsjúklingur. Umrædd grein Davíðs Þór er skyldulesning (fyrir áhugamenn um lögfræði) Eftir lesturinn hætti ég að leggja metnað minn í að verða lagabrekka..... sá bara að ég væri ekki nógu mikið intólektual til að ræða froðufellandi um keisarans skegg í fjölmiðlum og í reykfylltum bakherbergjum( það fer nú að líða undir lök, man ekki eftir einu einsata fyrritæki sem myndi leyfa slíkar reykingar í bakherbergi) En ég bíð spenntur eftir hverri grein sem tæpir á heimspekilegum vangaveltum um hugmyndafræðilegan bakgrunn laga og fátt er skemmtielgra en debat um skemmtilegar spekulasjónir eins og hina einu lögfræðilega réttu niðurstöðu. Alræði vildaréttar í íslensku samfélagi osfrv... en umræðuna læt ég eftir alvöru lagabrekkum framtíðarinnar með Skúla "kyntröll "Magnússon í fylkingar broddi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tyllidögum ekki tillidögum, nema þú sért að tala um hina velþekktu tilladaga og þá hefðiru átt að skrifa tilladögum.

Gautur sagði...

Ég tek áskorun tröllsins og mun einvígi í hinni mjög svo karlmannlegu sænskættuðu íþrótt Hnit fara fram á morgun.

þú fyrirgefur Kölli en hér hef ég tekið mér það bessaleyfi að vitna í orðfæri eins okkar frægasta sénís á ritvellinum þegar að beitingu yfsilon-reglunar kemur og er þar átt við E. Nielsen Jr.

Gunni einbeitt þú þér bara að whatever it is that u do! ;)

Pís