Veiðiplön ganga vel, allt komið nema peningarnir!
Jói og Bjarni eru syndaselir sem eiga eftir að borga. Hinir eru búnir. Drífa í þessu drengir svo að ég geti pantað leyfin, time is of the essence!!!
Ég er hins vegar búinn að koma mér á æðra plan nördaskapar eða svalleika, fer eftir sjónarhorni. Ég er nebbla búinn að vera niðurgrafinn í veiðibúð öll kvöld undanfarna viku. Hvað er ég að gera þar? Jú að sjálfsögðu smíða mína eigin flugustöng! Og men, ég er að segja ykkur það, þetta er eitt það svalast sem ég hef gert, að tindátamálun meðtalinni. Það er ótrúlegt hvað maður getur gert góða hluti með réttri tilsögn, og nei ég ætla ekkert að skafa af því, stöngin mín er fáránlega flott! Dúd hvað það verður gaman að veiða lax með stöng sem maður smíðaði sjálfur og á flugu sem maður hnýtti sjálfur.
Talandi um flugur þá er flugumósi á fullu að hanna og hnýta sérhæfðar flugur handa hverjum og einum veiðimanni. Það skal reyndar tekið fram að efni og útlit flugnanna er meira í takt við útlit og karakter þess sem hún er hnýtt fyrir frekar en veiðigetu flugunnar.
föstudagur, mars 3
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Glæsilegt, nú er það bara Dr.Djúsíbúrger sem á eftir að borga og málið er í höfn í hornafirði.
Bright idea eða ekki, það svínvirkaði :)
MEN hvað ég hlakka til að sjá þessar flugur! ÉG er hins vegar búinn að komast að því (sem mig grunaði) að þar sem sumarleyfum LR lýkur 21. ágúsr þá verð ég að sýna amk. laugardaginn 26.! Ég mun sennilega mæta þann 24. og fara heim daginn eftir, enda held ég þið þurfið alvarlega á moral support (og alcohol-drinking support) að halda.
Ég mun hins vegar láta mig hverfa áður en menn fara að drekkja hver öðrum (eða sjálfum sér) í hylnum, reyna að góma nærbrækur af sofandi mönnum með nýhnýttum flugum og heimsamíðuðum veiðistöngum, reyna að fara í rafting á sófanum úr veiðihúsinu etc. Ég krefst þess hins vegar að fá að sjá myndir hjá eftirlifendum, ef þeir komast til byggða!
Skrifa ummæli