miðvikudagur, mars 8

Gylfi Ægison, og fleira um hversdaginn

´Vá hvað ég er orðinn þreyttur á þessum veiðiæsingi... veit alveg að ég á ekki eftir að veiða neitt og öngla kinninga á Teiti og brjóta nörðastöngina hans Krumma með því að bakka yfir hana þegar hann verður búinn að röfla standlaust um ágæti hennar alla ferðina. ( tek fram að ég mun ekki bakka yfir hana á mínum karlmannlegu Yarisbifreið þar sem allar líkur eru á að ég gæti rifið pústið undan með að fara yfir slíkar ójöfnur...... Það eru samt alveg hellingur af mánuðum í þessa veiði og ég er sammála Teiti óþarfi að míga í sig 5 mánuðum fyrir flugtak. Þetta er svona eins og að fara að hlaupa í jólahúsið á Hvanneyri að kaupa sérí og gera teikningar af hvernig maður á að skreyta tréð og svona 5 mánuðum fyrir jól....( Ok krummi ég veit að þú gerir það en það er ekki normið .....sorrí)

Loks vil ég benda mönnum á æsingskemmtilegt forrit sem er mun hentugra til að spjalls heldur en commnetin og er það MSN sem er mikil framför í vísindunum, og fyrir þá allra hörðustu minni ég á að enn er hægt að nálgast símtæki á hverju byggðarsafni og gaman gæti verið að taka upp tól og síma bara á félaga svona á síðkvöldum.

Er að vinna með málara hann er kommúnisti og klámhundur, honestlí er maðurinn búinn að tala um hina ýmsu kosti internet kláms fram yfir hóruhús og svona óldskúl pornó.... skil þetta ekki þetta er einhver gamall kall og þetta virðist vera hans helsta áhugamál.... svo annars lagið öskrar hann svívirðingar um álver og kapitalisma svona almennt auk þess sem alþjóðavæðing og sjálfstæðisflokkurinn fá reglulega útreið..... sjitt hvað mil langar í Ipod til að losna undan þesssari steypu.... en það var svo sem ekki við því að búast að Andrés Önd fengi þolanlegan vinnufélaga... ó nei.... streðið í smjörlíkisgerðinni heldur áfram.....

að lokum vil ég benda mönnum á hina ágætu hljómplötu með Gylfa Ægissyni og áhöfninni á Halastjörnunni en hún inniheldur víst þjóðsöng íslendinga!

Með saknaðarkveðju úr þrælabúðum íslenskrar alþýðu

Gautur "Sleggja" Sturluson

Engin ummæli: