miðvikudagur, mars 22

Dagbók njósnarans

Á hverjum morgni er fundur þar sem ég og aðrir njósnarar förum yfir stöðu mála, skoðum fréttir dagsins og ræðum hvert við eigum að ráðast næst og hvaða þjóðhöfðingja skuli ráða af dögum(Passaðu þig bara Dóri....).
Á þessum fundum eru allir grafalvarlegir, sendiherrann grillar okkur um hin og þessi málefni og allir passa sig að reyna að líta eins gáfulega út og þeir mögulega geta. Mósi kom mjög sterkur inn með feiknagóða skýrslu um stöðu efnahagsmála og allir virtust sammála um að þarna væri eðal njósnari á ferð, veraldarvanur maður sem vissi sínu viti. Og þá að sjálfsögðu varð ég að fara að tjá mig. Góður Krummi.
Í einu blaði dagsins var mynd af mönnum að slást um dauða geit í einhverri undarlegri þjóðaríþrótt Afgana. Þessi mynd kemur einhverra hluta til tals og ég finn mig knúinn til að besservissera um allt sem ég hef ekki hundsvit á og kýs að slá um mig með því að rétta upp hönd, biðja um orðið og gubba út: "Hei, I know this game, wasn´t there a dead goat in Rambo?".

Þögn

Allir horfa á mig með vorkunarsvip

"Yes Hadlabadur, there was a Bushkashi game in Rambo III, now can we move on?"

Crap

3 ummæli:

Orri sagði...

Þú gerir þér grein fyrir því að nú verður þú undir sérstöku eftirliti CIA það sem eftir er ævi þinnar (nema þú bjargir persónulega lífi forseta BNA!)...

Rambó! Hehehe...

Nafnlaus sagði...

Rambó er aumingi

Nafnlaus sagði...

Chuck Norris er píka