Nú er ekki seinna vænna en að fara huga að nafngiftum á okkar glæsilega veiðiskap og láta þá fylgja með nokkur góð mottó sem gott væri að hafa í huga.... eins og "róm var ekki byggð á hverjum degi"...."lengi býr að fyrstu gerð" ...."í upphafi skal endinn skoða"...."maður er ekki lengi að veiða einn lax á klukkutíma"... "tilgangurinn helgar meðalið"... "betra er einn lax á stöng en tveir í á" og ég gæti haldið áfram endalaust ykkur til ánægju og yndisauka!!! Sjá dagar koma ár og aldir líða og ein Gin fær stöðvað tímans þunga nið. hóhóhó
Við verðum að koma upp með betri nafnagift en vonlausa veiðifélagið. þó er ég viss um að það félag er ekki skráð og með kennitölu þannig það er ekkert því til fyrirstöðu að stela því nafni....enda er ljóst að þetta verður gjörsamlega vonlaus veiðihópur, veðbankarnir eru allir á því að engu kvikindi verður landað þessa daga.
Ræddi við læknirinn minn í gær og hann sagði að ég væri ekki með H5N1 veiruna í mér, sem mér finnst skrítið því ég hef alltaf haldið að ég væri fugl og þegar ég veiktis þá blasti það við að ég væri með fuglaflensu....veit hrafninn að þessu?
fimmtudagur, mars 2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Klúbburinn getur heitið "Maðkarnir" eða "Fiskifælurnar" eða "Stangveiði Stubbarnir"
Vá ég sökka í nabnaleikjum.
Allir að drífa sig að borga, bara tveir búnir að borga, allir hinir að drífa sig!
Skrifa ummæli