miðvikudagur, mars 1

Fuglaflensufaraldur veldur stökkbreytingum

Fór að velta fyrir mér yfirvofandi heimsfaraldri í kjölfar
bloggskrifa svila míns. Þar talar hann m.a. um áhrif fuglaflensunnar á ketti, eða öllu heldur að kettir þurfi nú að hætta að veiða fugla af hættu við að smitast af flensunni.

Kettirnir þurfa náttúrulega bara að laga sig að breyttum aðstæðum. Þeir gætu til að mynda tekið upp á því að leggjast á hunda. Að vísu þyrfti þá hugsanlega einhvers konar stökkbreytingu til enda eru hundar margir hverjir tölvert sterklegri en kettir. Ef kettirnir eru hins vegar sæmilega þenkjandi (og margir heimildamanna minna vilja meina að svo sé) þá get þeir samt búið til ágætis "battle plan". Á meðan þeir bíða eftir stökkbreytingu af náttúrunnar hendi þá get þeir byrjað að ráðast á litla hunda og kjötlurökka og nóg er nú til af þeim kvikindum. Svo mikið finsnt mér raunverulega til af þessum litlu, háværu kvikinudm að ef kettirnir taka þennan pól í hæðina þá nægja kjölturakkarnir sennilega til að fullnægja rándýrseðli og kvalalosta kattanna og þá þarf enga stökkbreytingu til!

Kannski er þessi fuglasflensa ekki svo slæm eftir allt saman...

Engin ummæli: