Eftir langa fjarveru lætur Feiti Bauninn loksins í sér heyra. Já, hér er ég staddur í Danaveldi og eftir sem áður er lítið að frétta. Ég er byrjaður á meistaraverkefninu mínu og stefni á að vinna það vel og lengi (með pásum). Allt í allt þá lítur út fyrir að ég muni klára námið fyrir árslok 2006. Þið þurfið samt ekki að hafa stórar áhyggjur því að Feiti Bauninn mun láta sjá sig á Fróni í júlí, tilefni mun víst vera stórhátíðir í byrjun og lok mánaðarins. Einnig er mögulegt að Bjórbumban mikla kíki eitthvað á Klakan í apríl en það er enn óljóst.
Nú síðast liðna tvo mánuði hef ég gert ekkert, nánast ekkert. Ég er tók mér mánaða frí frá bjór sem gekk anskoti vel, fór að sjá Depeche Mode með 40.000 manns, fór að sjá Snow Patrol með 250 manns, ég drakk bjór (áður en bjórbyndið byrjaði), horfði á óskarinn og já gerði lítið annað merkilegt.
Nú vil ég benda öllum góðum mönnum á að í dag er mikil og góð ástæða til að fá sér bjór. Af hverju? Jú, í dag er P-dagur í Danaveldi, sem þíðir að páskabjórinn er kynntur við hátíðlega athöfn. Í dag er líka föstudagur sem í sumum löndum þykir nægilega góð ástæða út af fyrir sig. Einnig vill svo vel til að hinn írski helgiddagur kenndur við heilagan Patrik er líka í dag. Það eru sem sagt þrjár góðar ástæður til að fá sér bjór. Þannig að það er um að gera að skála í grænum bjór við félaga með páskabrugg.
Látið ykkur líða vel og skálum fyrir Chuck Norris.
Feiti Bauninn.
föstudagur, mars 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þarf afsökun til að fá sér bjór?!? ÉG hélt að eina ástæðan sem mað'ur þurfti væri sú að maður ætti bjór, og ef maður á ekki bjór þá er það afsökun til að fara og kaupa sér bjór!
Hvað heilagan Patrek og allt græningja-tilstand snertir, þá hélt ég að þú værir í Danmörku en ekki á Írlandi.
Rithöfundurinn Warren Ellis orðaði þetta best í tölvuskeyti sem hann sendi frá sér fyrr í dag:
"If you want to celebrate St Pat's
today, eat a raw potato, build a
house out of peat and get yourself
shot by an Englishman."
Svoleiðis að nema einhver þarna hafi dottið í það í Belfast og sorðið írska kellingu (eða kall), þá megiði lita skapahárin á ykkur græn fyrir mér, alveg er mér t****sama...
Skál fyrir bjór!
Skrifa ummæli